Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

10. fundur 19. ágúst 2010 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 10 Dags : 19.08.2010
Fundur í Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar
Haldinn að Hóli í Lundarreykjadal, 19.08.2010
 
Mættir voru:
Ólafur Jóhannesson, Hóli
Árni Ingvarsson, Skarði
Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðstu-Fossum
 
 
1. Nefndin hefur skipt með sér störfum. Formaður nefndarinnar verður Ólafur Jóhannesson, ritari verður Unnsteinn Snorri Snorrason og varaformaður Árni Ingvarsson.
 
2. Lagt fram bréf varðandi fjallskil frá Jóni Gíslasyni, Lundi. Dagsett, 11.07.2010.
 
3. Ákveðið að breyta tilhögun leita með þeim hætti að fækka um 2 menn í seinni Norðurfjallsleit og fjölga um 2 menn í fyrri Tungnaleit.
 
4. Unnið skal að því að gera kort sem sýnir tilhögun leita við Norðurfjallsleit og Tungnaleit.
 
5. Efnahagsreikningur fyrir fjallskilasjóð hefur ekki borist nefndinni.
 
6. Álagning fjallskila skal vera óbreytt milli ára.
 
7. Lögð voru á fjallskil og gengið frá fjallskilaseðli.
 
8. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
 
9. Fleira ekki gert og fundi slitið.
 
Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason