Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

11. fundur 10. nóvember 2010 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 11 Dags : 10.11.2010
Fundur í Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Haldinn að Hesti í Andakíl, 10.11.2010
 
Mættir voru:
Ólafur Jóhannesson, Hóli
Árni Ingvarsson, Skarði
Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðstu-Fossum
 
 
1. Á fundinum voru til umræður tillögur að endurbótum á Oddstaðarétt sem Unnsteinn Snorri hafði unnið og sent nefndarmönnum. Ræddar voru ýmsar leiðir sem til greina koma við útfærslu réttarinnar og efnisval.
 
2. Lagðar voru til breytingar á þeim teikningum sem lágu fyrir og Unnsteini falið að útfæra breytingarnar.
 
3. Ákveðið að gera kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina og kynna verkefnið fyrir sveitarstjórn.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason