Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

12. fundur 15. febrúar 2011 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 12 Dags : 15.02.2011
Fundur í Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Haldinn að Hesti í Andakíl, 15.2.2011
 
Mættir voru:
Ólafur Jóhannesson, Hóli
Árni Ingvarsson, Skarði
Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðstu-Fossum
Jökull Helgason, Borgarnesi (f.h. Borgarbyggðar)
 
 
1. Frá því að síðasti fundur var haldinn hefur eftirfarandi verið gert:
 
a. Búið er að senda upplýsingar til sveitarstjórnar um áætlaðan kostnað við endurbyggingu réttarmannvirkisins.
 
b. Ólafur Jóhannesson og Árni Ingvarsson fóru og mældu réttina upp 25.01.2011.
 
c. Unnsteinn Snorri gerði breytingar á teikningum í samræmi við mælingar. Teikningar voru sendar til nefndarmanna og til Jökuls Helgasonar.
 
2. Á fundinum var rætt um endurbyggingu á Oddsstaðarétt, fyrirkomulag framkvæmda, byggingarmáta og framkvæmd útboða.
 
3. Ákveðið að leita til Loftorku í Borgarnes varðandi tilboð í veggi almenningsins.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason