Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

15. fundur 04. júlí 2011 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 15 Dags : 04.07.2011
Fundur í Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Haldinn að Hesti í Andakíl, 04.07.2011
 
Mættir voru:
Ólafur Jóhannesson, Hóli
Árni Ingvarsson, Skarði
Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðstu-Fossum
 
1. Frá því að síðasti fundur var haldinn hefur eftirfarandi verið gert:
a. Árni Ingvarsson hefur gert kostnaðaráætlun fyrir smíði hliða í almenninginn (Tölvupóstur 18.04.2011)
b. Ólafur Jóhannesson gróf tilraunaholur í og við réttina.
c. Nefndin afgreiddi á símafundi bréf, dagsett 9.06.2011, frá Dagbjarti og Þórdísi á Hrísum um leyfi til upprekstrar fjár á afrétt Andkílinga og Lunddælinga sumarið 2011. Ákveðið var að veita leyfi með sömu skilmálum og verið hefur.
d. Ákveðið var, á símafundi, að heimila fjallrekstur 25. Júní. Þá var búið að fara með öllum girðingum.
 
2. Í ljósi þess að nefndinni er ekki kunnugt um að undirbúningur framkvæmda við Oddsstaðarétt sé kominn í þann farveg sem ætlast er til var ákveðið að senda bréf til sveitarstjórnar þar sem málavextir eru raktir.
 
3. Sigurður Pétursson á Hellum var fenginn til þess að bera möl í afleggjarann að leitarmannaskálanum.
4. Huga þarf að því að endurbæta næturhólf við leitarmannaskálann og tryggja að þar sé aðgengi að vatni.
 
5. Tryggja þarf að menn hafi möguleika á að geyma fé sem rekið er á fjall í skamman tíma upp við Jötunbrúarfoss.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason