Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

17. fundur 14. ágúst 2011 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 17 Dags : 14.08.2011
Fundur í Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Haldinn að Hóli í Lundarreykjadal, 14.08.2011
 
Mættir voru:
Ólafur Jóhannesson, Hóli
Árni Ingvarsson, Skarði
Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðstu-Fossum
 
1. Frá því síðasti fundur var haldinn hefur eftirfarandi verið gert:
 
a. Nefndarmenn funduðu 25.07. með Páli Brynjarssyni í Borgarnesi þar sem framkvæmdir við Oddsstaðarétt voru ræddar.
b. Þann 28.07 fóru Unnsteinn S. Snorrason og Árni Ingvarsson á verkfund við Oddsstaðarétt með þeim jarðvegsverktökum sem þangað mættu.
 
2. Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir við Oddsstaðarétt. Vinna við verkið er ekki enn hafinn og því ljóst að verktími fram að réttum er að verða naumur.
 
3. Farið að Oddsstaðarétt og verkið skoðað með jarðvegsverktakanum, Baldri Björnssyni.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Unnsteinn Snorri Snorrason