Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

30. fundur 11. desember 2013 að Hóli
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson formaður
  • Árni Ingvarsson aðalmaður
  • Unnsteinn S. Snorrason aðalmaður
  • Rúnar Hálfdánarson varamaður
Fundargerð ritaði: Unnsteinn Snorri Snorrason
Dagskrá

1.Athugasemdir við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

1312048

Nefndin skilaði 16. október 2013 inn til sveitarstjórnar tillögu að fjárhagsáætlun fyrir fjallskilasjóð vegna ársins 2014. Engar athugasemdir bárus við þá tillögu.

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun frá Borgarbyggð vegna rekstur fjallskilasjóðs fyrir árið 2014. Áætlunin er ekki dagsett. Áætlunin var lögð fram á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar 11. desember 2013.

Tillögunum ber ekki saman. Nefndin getur því ekki fallist á tillögu Borgarbyggðar að fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Oddsstaðaréttar 2014 án frekari skýringa.

2.Athugasemdir við rekstrarniðurstöður áranna 2012 og 2013.

1312049

Nefndin hefur ekki fengið fullnægjandi skýringu á gjaldfærðum kostnaði vegna Hornsréttar / Fjallskilasjóðs Hreppsréttar fyrir árin 2012 og 2013. Því telur hún að rekstrarniðurstaða fyrir árið 2012 sem og bráðabyrgðaniðurstöður fydir árið 2013 séu ekki réttar.

3.Fyrirkomulag á rekstraruppgjöri fjallskilasjóða

1312050

Nefndin telur að hver fjallskilasjóður innan sveitarfélagsins skuli gerður upp sérstaklega. Jafnframt krefst nefndin þess að fá frá sveitarfélaginu rekstar og efnahagsyfirlit Fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar frá og með árinu 2006.

4.Leiga og lóðasamningur vegna Oddsstaðaréttar

1312051

Fjallskilanefnd æskir þess að sveitarstjórn gangist fyrir því að gerður verði leigusamningur við landeigendur Oddsstaða og afmörkuð lóð vegna Oddsstaðaréttar.

5.Bókun fundarkostnaðar árið 2013

1312052

Nefndin vill að kostnaður vegna funda árið 2013 verði gjaldfærður á stofnkostnað Oddsstaðaréttar fyrir utan fund sem haldinn var 22.08 vegna álganinga fjallskila og þann fund sem þessi fundargerð er skrifuð á.

6.Rekstur hrossa á afrétt

1312053

Rætt var um möguleika þess að nýta afréttinn til hrossabeitar.

7.Skrá yfir lausafjármuni og fasteignir

1312054

Nefndin ræddi nauðsyn þess að útbúa skrá yfir lausafjármuni og fasteignir sem eru í eign eða umsjón fjallskilanefndar.

8.Viðhald girðinga vorið 2014

1312055

Ákveðið að leita til Baldurs Björnssonar og Torfa Hannessonar með að annast viðhald afréttagirðinga vorið 2014. Miðað skal við að viðhaldi girðinga sé lokið 10. júní.

9.Aflagðar girðingar

1312056

Nefndin hvetur ti þess að farið verði fram á það við Matvælastofnun að fjarlægja gamlar aflagðar girðingar í hennar eigu á afréttinum.

10.Akstur nefndarmanna

1312057

Unnsteinn Snorri Snorrason, 48 km.
Rúnar Hálfdánarson, 24 km.

Fundi slitið.