Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

31. fundur 17. júlí 2014 kl. 20:30 - 22:00 að Hóli
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson aðalmaður
  • Árni Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Helga Jónsdóttir
Dagskrá

1.Kosning í störf

1407089

Ólafur setti fund, sem aldursforseti. Nefndin skipti með sér verkum.

Ólafur Jóhannesson formaður.
Árni Ingvarsson varaformaður.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir ritari.

2.Landbótaáætlun

1407090

Fjallskilanefnd gerir athugasemdir við framkomin gögn frá Landgræðslu ríkisins er tengjast landbótaáætlun sem gera þarf fyrir afréttinn, samkvæmt nýrri reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Athugasemdum verður komið á framfæri.

3.Álagning fjallskila

1407091

Fjallskilanefnd leggur til að fjárfjöldi að hausti verði notaður sem grunnur álagningar fjallskila.

Fundi slitið - kl. 22:00.