Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

34. fundur 01. júlí 2015 kl. 10:00 - 10:30 Símafundur
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson aðalmaður
  • Árni Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Helga Jónsdóttir ritari
Dagskrá

1.Opnun afréttar Oddstaðaréttar 2015

1507022

Ákveðið var að opna afréttinn til upprekstrar í kvöld, miðvikudaginn 1. júlí 2015. Gróður er kominn vel af stað og rafmagn kemst á girðingu í dag.

2.Flýting rétta haustið 2015

1507023

Fjallskilanefnd leggur það til við sveitarstjórn að líkt og á síðasta ári verði fyrri Oddstaðarétt færð fram um viku og verði því þann 9. september næstkomandi. Einnig leggur fjallskilanefnd það til við sveitarstjórn að seinni Oddstaðarétt verði færð fram og verði því sunnudaginn 27. september.

Fundi slitið - kl. 10:30.