Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

36. fundur 28. ágúst 2016 kl. 20:00 - 20:00 að Hóli í Lundarreykjadal
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson aðalmaður
  • Unnsteinn S. Snorrason varamaður
  • Hallgrímur Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Unnsteinn S. Snorrason
Dagskrá

1.Álagning fjallskila 2016

1609006

Álagning fjallskila fyrir árið 2016
Árni Ingvarsson og Raghildur Helga Jónsdóttir hafa sagt starfi sínu í nefndinni lausu. Varamaður Árna er Unnsteinn Snorri Snorrason og varamaður Ragnhildar er Hallgrímur Sveinsson.Skrifstofa sveitarfélagsins leitaði eftir fjártölum. Ekki bárust tölur frá öllum aðilum og var því haft beint samband við þá sem ekki höfðu sent inn upplýsingar.Óskar Halldórsson, Krossi sendi nefndinni bréf og óskað eftir að senda ekki smala á fjall þetta árið.Sigurður Jakobsson, Varmalæk sendi nefndinni bréf með hugleiðingar um mat á fjallskilaverkum.Samkvæmt upplýsingum frá sveitaskrifstofu hefur jarðamat hækkað um 2,7%.Ákveðið að hækka öll fjallskilaverk um 50%, nema það sem kallað er önnur aukastörf þau eru hækkuð um 100%.Ákveðið að hækka fjárgjöld úr 300 kr/kind í 385 kr/kind.Gengið frá fjallskilaseðli.

Fundi slitið - kl. 20:00.