Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

43. fundur 10. ágúst 2020 kl. 20:30 - 23:00 að Hóli í Lundarreykjadal
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson formaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson
Dagskrá

1.Álagning fjallskila 2020

2008037

Samkvæmt upplýsingum hefur jarðamat hækkað um 5,6 %
Álagning á kind lækkar úr 460 krónum í 450 krónur
Álagningarhlutfall á fasteingamat helst óbreytt 1,25%
Álögð fjallskil samtals: 2.758.295 kr.
Innheimt í peningum: 1.397.395 kr.
Dagsverkamat í leitum hækkar um 10% ? Norðurfjall metið á 27.500 kr., Tunguleit og Suðurfjall metið á 20.900 kr.
Gengið frá fjallskilaseðli

2.Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar

2008038

Rætt var um áhrif covid-19 á smalamennskur og réttir. Ákveðið var að bíða frekari upplýsinga áður en gefin verða út fyrirmæli vegna þess.

Fundi slitið - kl. 23:00.