Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

44. fundur 23. ágúst 2020 kl. 21:00 - 23:00 að Hóli í Lundarreykjadal
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson formaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson
Dagskrá

1.Erindi vegna álagningu fjallskila

2009031

Nefndinni barst bréf þann 20. ágúst 2020 frá Sigurði Jakobssyni á Varmalæk og þakkar hún fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem þar koma fram.

Nefndin svaraði erindi Sigurðar á fundinum.

2.Álagning fjallskila 2020

2008037

Nefndin hefur komist að því að þær aðferðir sem henni hefur verið gert að vinna eftir við álagningu jarðargjalda hefur reynst ófullnægjandi og verða greiðsluseðlar leiréttir eftir því.
Álagning á kind lækkar úr 460 krónum í 450 krónur
Álagningarhlutfall á fasteingamat helst óbreytt 1,25%
Álögð fjallskil samtals: 2.696.224 kr.
Innheimt í peningum: 1.335.324 kr.
Dagsverkamat í leitum hækkar um 10% ?Norðurfjall metið á 27.500 kr. , Tunguleit og Suðurfjall metið á 20.900 kr.

3.Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar

2008038

Rætt var um áhrif covid-19 á smalamennskur og réttir.
Fundur í Fjallskilanefnd Borgarbyggðar hefur verið boðaður þriðjudaginn 25. ágúst þar sem fjallað verður um ráðstafanir vegna covid-19 á réttir og smalamennskur. Ákveðið var að Ragnhildur Eva Jónsdóttir færi á fundinn fyrir hönd nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 23:00.