Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

45. fundur 02. september 2020 kl. 20:30 - 22:00 að Hóli í Lundarreykjadal
Nefndarmenn
  • Ólafur Jóhannesson formaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Logi Sigurðsson
Dagskrá

1.Ráðstafanir vegna Covid-19

2009032

Þeir aðilar sem ætla að mæta til réttar skulu melda sig á netfangið logi@lbhi.is í síðasta lagi mánudaginn 7.september. Þeir sem rekið hafa fé á afrétt skulu tryggja nægan fjölda starfsmanna til þess að sinna réttarstörfum. Hliðvörður verður við réttina og mun hann sjá til þess að aðeins þeir sem hafa meldað sig inn geta treyst því að komast til réttar. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Þeir sem mæta til réttar eru beðnir að virða þær reglur sem í gildi eru um sóttvarnir.

Gerðar verða viðeigandi ráðstafanir varðandi fjallaskála.

Þeir aðilar sem mæta í Norðurfjallsleit að morgni þriðjudagsins 8.september skulu vera mættir kl. 06:00 að leitarmannaskála.

Kaffiveitingar verða ekki á vegum kvenfélagsins við réttina.

2.Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar

2008038

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 22:00.