Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Dagskrá
1.Flýting rétta 2019
1904003
Fjallskilanefnd leggur það til við sveitarstjórn að fyrri Oddstaðarétt færð fram um viku og verði því þann 11. september næstkomandi. Einnig leggur fjallskilanefnd það til við sveitarstjórn að seinni Oddstaðarétt verði færð fram og verði því sunnudaginn 22. september.
2.Álagning fjallskila 2019 Oddstaðarétt
1904004
Lagt til að nefndin hittist fljótlega aftur og gangi frá fjallskilum 2019. Gott er að fjallskilaseðlinn sé kominn fram snemma svo bændur geti gert þær ráðstafanir sem gera þarf til þess að manna leitir.
Fundi slitið - kl. 15:00.