Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 2
Dags : 22.08.2006
2. Fundur í fjallskilanefnd Oddstaðaréttar
Haldinn á Varmalæk 22 ágúst 2006.
Allir nefndarmenn mættir.
1. Nefndarmenn skipta með sér verkum.
Formaður: Ólafur Jóhannesson
Ritari: Árni Ingvarsson
Varaform: Sigvaldi Jónsson
Vararitari: Sigurður Jakobsson
2. Gengið frá álagningu fjallskila.
Jarðagjöld óbreytt 1,4% af fasteignamati.
Fjárgjöld hækkuð um 25 kr. á kind,mat á dagsverkum fært örlítið nær nútímanum.
3. Ákveðið að beina því til sveitastjórnar að fjallskilareglugerð verði send öllumlandeigendum.
Árni Ingvarsson
Ólafur Jóhannesson
Sigurður Jakobsson
Sigvaldi Jónsson