Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Minkaveiði
1309049
Byggðarráð Borgarbyggðar óskaði á fundi sínum 19. september 2013 eftir umsögn landbúnaðarnefndar um fyrirkomulag minkaveiða.
Nefndin leggur til að gert verði samkokulag við veiðifélag Borgarfjarðar um fyrirkomulag minnkaveiða, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að koma með tillögu til byggðarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
2.Refa- og minkaveiði 2014
1311024
Lögð fram drög að áætlun fyrir refa- og minkaveiðar næsta árs. Að auki er lagt fram bréf, dagsett 8. nóvember 2013, frá Sigurjóni Valdimarssyni um tilhögun veiða á ref og mink í Borgarbyggð.
Nefndin leggur til að sama fyrirkomulag verði á veiðum og verið hefur undanfarin ár og að gengið verði frá samningum við veiðimenn skv. tillögum umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
3.Öryggi, heilsa og umhverfi
1311076
Guðmundur Hallgrímsson kemur á fundinn og kynnir verkefnið ,,Öryggi, heilsa og umhverfi"
Guðmundur Hallgrímsson kynnti verkefnið "Öryggi, heilsa og umhverfi" sem fjallar m.a. um starfsumhverfi bænda.
4.Efnistaka - Fossatún
1308068
Lögð fram umsókn, dagsett 26. septembr 2013, frá Ingibjörgu Pálsdóttur um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Fossatúni.
Nefndin telur að gögn vegna málsins séu ekki nægilega upplýsandi m.a. hvað varðar landamerki milli jarða og eins telur nefndin að sækja þurfi um sitt hvort starfsleyfið fyrir umræddar námur. Málinu frestað og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5.Einkunnir -skipulagsdrög, vegur að Skátaskálanum Flugu. Umsögn
1309128
Lagt fram bréf, dagsett 19. september 2013, frá Sigrúnu Ágústsdóttur og Birni Stefánssyni hjá Umhverfisstofnun.
Samþykkt að bíða eftir niðurstöðu fundar milli umsjónarnefndar Einkunna og Umhverfisstofnunar.
6.Fjárhúsabyggð í Borgarnesi
1311016
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði að skipulagi fjárhúsabyggðar í tengslum við svokallað rammaskipulag fyrir Kárastaði.
7.Reikningur vegna upptöku á sauðfjárveikivarnargirðingu
1311072
Lagt fram bréf, dagsett 11. nóvember, frá Steinþóri Arnarsyni hjá Matvælastofnun. Lögð fram drög að svarbréfi frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Samkvæmt bréfi dags. 11.11.2013 hafnar Matvælastofnun greiðsluskyldu vegna upptöku aflagðrar sauðfjárveikivarnargirðingar, samþykkt að krefjast greiðslu af ríkinu.
8.Saga Jarðvangur - verkáætlun
1310054
Lagt fram bréf Eddu Arinbjarnar f.h. undirbúningsnefndar Saga Jarðvangs dagsett 21.10.2013 þar sem kynnt er það starf sem hópurinn hefur unnið að ásamt verkáætlun.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi sínum 24. október 2013.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi sínum 24. október 2013.
Nefndin telur það jákvætt að unnið sé að stofnun jarðvangs í sveitarfélaginu.
9.Beiðni um umsögn um frumvarp um brottfall laga um náttúruvernd.
1311127
Lagt fram bréf, dagsett 25. nóvember 2013, frá nefndarsviði Alþingis þar sem beðið er um umsögn við frumvarpi um brottfall laga um náttúruvernd.
Lagt fram.
10.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald
1311036
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að gera þær breytingar sem þörf er á, á samþykkt um hunda- og kattahald.
11.Uppsögn á samningi
1311119
Lagður fram gildandi samningur við Hestamannafélagið Skugga og drög að uppsagnarbréfi.
Samþykkt að segja upp gildandi samningi við hestamannafélagið Skugga.
12.Ársfundur Umhverfisstofnun og náttúruverndanefnda sveitarfélaga 2013
1309127
Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndanefnda sveitarfélaga var haldinn 24. okótber 2013. Umhverfis-og landbúnaðarfulltrúi kynnir dagskrá hans og niðurstöður umræðuhópa.
Lagt fram.
13.Gæðastjórnunarkerfi byggingafulltr.
1311017
Erindi frá Mannvirkjastofnun er varðar gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.
Erindi frá Mannvirkjastofnun er varðar gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa, sem þarf að vera komið í gagnið fyrir árið 2015.
Bréfið lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að leitað verði eftir samvinnu við önnur sveitarfélög og/eða samtök sveitarfélaga varðandi gerð gæðastjórnunarkerfisins.
Bréfið lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að leitað verði eftir samvinnu við önnur sveitarfélög og/eða samtök sveitarfélaga varðandi gerð gæðastjórnunarkerfisins.
14.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Húsafelli.
1309058
Lýsing fyrir deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli. Kynningu er lokið.
Lýsing fyrir deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli.
Eftir samþykki Skipulagsstofnunar 21. nóvember 2013 var lýsingin auglýst á heimasíðu Borgarbyggðar og lögð fram til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar.
Engar athugasemdir bárust.
Eftir samþykki Skipulagsstofnunar 21. nóvember 2013 var lýsingin auglýst á heimasíðu Borgarbyggðar og lögð fram til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar.
Engar athugasemdir bárust.
15.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Húsafelli.
1309058
Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis á Húsafelli.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli til auglýsingar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 12. nóvember 2013 og felur meðal annars í sér að reisa 38 herbergja hótel, auka bílastæða og hugsanlegrar stækkunar á mannvirkjum sem þegar eru á svæðinu. Markmið með breytingunum er að bæta þjónustu á svæðinu. Tillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 12. nóvember 2013 og felur meðal annars í sér að reisa 38 herbergja hótel, auka bílastæða og hugsanlegrar stækkunar á mannvirkjum sem þegar eru á svæðinu. Markmið með breytingunum er að bæta þjónustu á svæðinu. Tillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 16:00.