Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

4. fundur 05. febrúar 2014 kl. 15:00 - 18:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
  • Þór Þorsteinsson aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Heiða Dís Fjeldsted varamaður
  • Haraldur Már Stefánsson varamaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Hestagerði

1307038

Erindi frá Jónasi Jóhannessyni Jörfa um fjárheimild til viðhalds á hestagerði á landamerkjum Skóga og Hraunsmúla. Skv. fyrirliggjandi leigusamningi milli afréttarmálafélags Hróbjargarstaðafjalls ber leigutaka að greiða allan kostnað vegna jarðanna.
Nefndin telur að verkefnið falli undir verkefni reiðvegasjóða.

2.Gjaldskrá vegna búfjárhalds í Borgarbyggð

1401046

Lögð fram drög að gjaldskrá um búfjárhald í Borgarbyggð.
Lagt fram.

3.Hraunfossar 2014 - Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

1401048

Lögð fram umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Hraunfossa.
Lagt fram.

4.Magn úrgangs og hlutfall úrgangsflokka fyrir árið 2013

1401043

Lögð fram skýrsla um magn úrgangs og hlutfall úrgangsflokka fyrir árið 2013.
Lagt fram.

5.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Lögð fram drög að stefnu varðandi aðkomu sveitarfélagsins vegna kostnaðar við fjölfarna ferðamannastaði í sveitarfélaginu.
Umræður voru um gerð stefnu varðandi rekstur salernisaðstöðu við fjölfarna ferðamannastaði og aðkomu sveitarfélagsins að því. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

6.Urðaður úrgangur 2008 - 2014

1401041

Lagt fram yfirlit yfir magn urðaðs úrgangs frá íbúum Borgarbyggðar árin 2008 til 2014.
Lagt fram.

Heiða Dís Fjeldsted vék af fundi.

7.Yfirlit yfir skráða hunda og ketti árið 2013

1401100

Lagðir fram lisar yfir skráða hunda og ketti í Borgarbyggð í lok árs 2013. Þessi listi sendist einnig til Lögreglu og Heilbrigðiseftirlitsins.
Samþykkt að birt verði á heimasíðu Borgarbyggðar heimilisfang skráðra hunda og katta í sveitarfélaginu. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að kanna möguleika þess að hafa ílát með pokum undir hundaskít á völdum stöðum við opin svæði.

8.Smölun á Skarðshamralandi

1310047

Lagt fram bréf, dagsett 28. janúar 2014, frá Ólafi Páli Vignissyni hjá Logos lögmannsþjónustu. Einnig lagt fram minnisblað frá starfsmanni, dagsett 5. febrúar 2014.
Nefndin leggur til að lögfræðingi sveitarfélagsins verði falið að vinna að málinu.

9.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald

1311036

Lögð fram drög að endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald.
Málið kynnt, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

10.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Húsafelli.

1309058

Nýtt deiliskipulag - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis í Húsafelli. Auglýsingartími er liðinn - engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Verlslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli, samkvæmt skipulagsuppdrætti og greinagerð dags. 12. nóvember 2013 með síðari breytingum dags. 4. febrúar 2014 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

11.Varmalækur aðalskipulagsbreyting

1303009

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Vatnsverndarsvæði í landi Varmalækjar
Umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd samþykkir óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að tvær smálindir detta út á brunnsvæði vatnsbólsins sem hefur í för með sér að fjarsvæðið minnkar um 22 ha, grannsvæði um 1,8 ha og svæði fyrir frístundabyggð stækkar á móti samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 3. febrúar 2014 í mkv. 1:100.000.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur að breytingin sé óveruleg þar sem ekki sé veruleg breyting á landnotkun, svæðið frekar lítið og breytingin ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á einstaka aðila.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

12.Boð um þátttöku á samráðsvettvang vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026

1401073

Erindi er varðar samráðsvettvang vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar og umræðu
Málið kynnt.

13.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Aðalskipulag, Brákarey
Lagt fram svarbréf frá skipulagsstofnun með athugasemdum.
Málið var rætt og skipulagsfulltrúa falið að ljúka skipulagsgerðinni í samræmi við umræður á fundinum.

14.Fossatún verslunar- og þjónustusvæði, Borgarbyggð

1312010

Deiliskipulag, Fossatún verslunar og þjónustusvæði, Borgabyggð. Auglýsingartími er liðinn - engar athugasemdir bárust.
Auglýsingartíminn fyrir deiliskipulagið er liðinn, auglýsingartími var frá 20. desember 2013 til 31.janúar 2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Fossatún, Verslunar- og þjónustusvæði, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð dags. 29. nóvember 2013 með síðari br. dags. 3. febrúar 2014 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

15.Heimatún í landi Húsafells.

1302012

Lýsing vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafelli 6 og 7 Borgarbyggð. Auglýsingartími er liðinn - engar athugasemdir bárust.
Búið er að auglýsa lýsingu deiliskipulagsáætlunar vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7 frá 22. janúar 2014 til 5. febrúar 2014. Auglýsingartíminn er liðinn engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7, til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. október 2012 og felur meðal annars í sér er að afmarka 3,39 ha lóð og afmarka byggingarreiti fyrir tvö einnar hæðar íbúðarhús.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga 123/2010, með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Skipulagsstofnun.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

16.Húsafell 3, deiliskipulag

1307002

Deiliskipulag, Urðarfellsvirkjun - í landi Húsafells III. Auglýsingartími er liðinn - engar athugasemdir bárust.
Auglýsingartíminn fyrir deiliskipulagið er liðinn, auglýsingartími var frá 20. desember 2013 til 31.janúar 2014, engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð og umhverfisskýrslu dags. nóvember 2013. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar

17.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla

1205122

Lýsing vegna aðalskipulagsbreyting borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, vegna Sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars, með fyrirvara um jákvæða umsögn skipulagsstofnunar.
Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

18.Bílaþvottaaðstaða á lóð Olís í Borgarnesi.

1402005

Jökull Helgason segir frá fyrirhugaðri bílaþvottaaðstaðu á lóð Olís í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugaða bílaþvottaaðstöðu í Borgarnesi.

19.Breytingar á skipulagi og hafnaraðstöðu Faxaflóahafna í Brákarey.

1402011

Breytingar á skipulagi og hafnaraðstöðu Faxaflóahafna í Brákarey.
Jökull Helgason segir frá fyrirhuguðum breytingum á skipulagi svæðisins og hafnaraðstöðunni.
Málið kynnt.

20.Brunavarnaáætlun Borgarbyggðar

1401001

Brunavarnaráætlun Borgarbyggðar. Erindinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði Borgarbyggðar.
Nefndin samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum og felur forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að lagfæra áætlunina miðað við umræður á fundinum.

21.Fyrirspurn - ljósmengun í tengslum við norðurljósaskoðun ferðamanna.

1402006

Jökull Helgason segir frá fyrirspurnum sem borist hafa frá aðilum í ferðaþjónustu varðandi ljósmengun í tengslum við norðurljósaskoðun ferðamanna.
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sagði frá fyrirspurnum aðila í ferðaþjónustu um ljósmengun í tengslum við norðurljósaskoðun. Nefndin tekur jákvætt í málið og felur forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs að kanna möguleika.

22.Gönguleið milli Árbergs og Kleppjárnsreykjaskóla.

1402012

Gönguleið skólabarna milli Árbergs og Kleppjárnsreykjaskóla. Lögð voru fram bréf frá Þórhildi Kristinsdóttur og Huldu Hrönn Sigurðardóttir.
Jökull Helgason segir frá ábendingum sem komið hafa vegna öryggis gangandi vegfarenda.
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að leita lausna á málinu í samráði við skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar.

23.Húsnæðismál í Brákarey.

1402009

Húsnæðismál í Brákarey.
Rætt um fyrirhugaða stækkun á aðstöðu fyrir Fornbílafjelag Borgarfjarðar.

24.Lóðamál - Gunnlaugsgata 17 Borgarnesi

1402010

Lagt fram til kynningar.
Breytingar á lóðarmörkum Gunnlaugsgötu 17. Stærð eftir breytingu er 430 m2 (var 584 m2).
Uppdráttur frá Landlínum í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar.

25.Merking gönguleiða og áhugaverðra staða í þéttbýli

1402008

Jökull Helgason segir frá undirbúningi að merkingu gönguleiða og áhugaverðra staða í Borgarnesi.
Lagt fram.

26.Skotæfingasvæði við Ölduhrygg

1307028

Jökull Helgason segir frá fundi sem haldinn var með hagsmunaaðilum á svæðinu, vegna fyrirhugaðs skotæfingasvæðis á Ölduhrygg.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs segir frá kynningarfundi um fyrirhugað skotæfingasvæði á Ölduhrygg, sem haldinn var í Ráðhúsi Borgarbyggðar þann 29.01.2013. Landeigendur og hagsmunaaðilar á svæðinu voru boðaðir til þessa kynningarfundar. Þórður Sigurðsson formaður Skotfélags Vesturlands og Stefán Ingi Ólafsson kynntu fyrirhugaða starfsemi á svæðinu og í kjölfarið voru umræður um málið.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna áfram að málinu í samráði við Skotfélag Vesturlands.

27.Tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda

1212064

Tillaga að nýrri gjaldskrá Umhverfis- og skipulagssviðs.
Nefndin samþykkir gjaldskrána.

28.Umferðarskipulag á skólaholti í Borgarnesi

1402007

Jökull Helgason kynnir drög að nýju umferðarskipulagi á skólaholti í Borgarnesi
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sagði frá fyrirhuguðum íbúafundi um umferðarskipulag svæðisins. Lagt fram til kynningar.

29.Þjónustukönnun Capasent 2013

1401097

Lög fram skýrsla Capasent um niðurstöður þjónustukönnunar haustið 2013. Byggðarráð óskaði eftir því á 296. fundi sínum þann 30. janúar 2014 að nefndin tæki þetta umfjöllunar.
Nefndin kynnti sér niðurstöður könnunarinnar og voru umræður um málið í kjölfarið.

30.Gamli miðbærinn í Borgarnesi deiliskipulagsbreyting

1302002

Kynning á vinnu skipulagshóps vegna breytingar á deiliskipulagi gamla miðbæjarins.
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynnti tillögur vinnuhópsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.