Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

5. fundur 05. mars 2014 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
  • Sigurður Guðmunds varaformaður
  • Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður
  • Þór Þorsteinsson aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Áform um dagsektir og krafa um úrbætur

1402058

Lagt fram bréf, dagsett 17. febrúar 2014, frá Sigrúnu Ágústsdóttur og Guðbjörgu Stellu Árnadóttur hjá Umhverfisstofnun.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að svara Umhverfisstofnun.

2.Hundaskítur

1402062

Kynnt niðurstaða verðkönnunar á ruslatunnum fyrir hundaskít.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd vill gera tilraun með að setja upp statíf með pokum fyrir hundaskít, sem verði staðsett á miðsvæði Borgarness.

3.Innleiðing breytinga á sorphirðu 2014

1402052

Kynntar viðræður við Íslenska Gámafélagið varðandi innleiðingu nýs fyrirkomulags við sorphirðu í dreifbýli sveitarfélagsins, einnig lögð fram grein um innleiðingu breytinganna sem birt var í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar.
Málið kynnt.

4.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða

1312042

Lagt fram minnisblað, dagsett 24. febrúar 2014, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Auk þess eru lagðir fram pappírar frá nokkrum af þeim sem fengu bréf með ósk um að þau skiluðu inn gögnum um nýtingarrétt á þeim landspildum sem þau hafa til einkanota. Erindinu var vísað til nefndarinnar á 299. fundi byggðarráðs þann 27.02.2014.
Í ljósi fyrirliggjandi gagna sem umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur kynnt, leggur nefndin til að öllum munnlegum samningum um land í eigu sveitarfélagsins við þéttbýli Borgarness, verði sagt upp. Einnig að landnotkun spildna milli þjóðvegar og golfvallar endurskoðuð.

5.Ósk um refaveiðikvóta

1402085

Lagt fram bréf, dagsett 19.02.2014, frá Halldóri Rúnari Einarssyni.
Nefndin hafnar erindinu.

6.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lagt fram bréf, dagsett 17. febrúar 2014, frá Rebekku Hilmarsdóttur hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Auk þess lagt fram bréf, dagsett 13. febrúar 2014, frá Ólafi R. Dýrmundssyni þar sem fram koma athugasemdir Bændasamtaka Íslands varðandi samþykktina. Byggðarráð vísaði málinu til nefndarinnar á fundi sínum þann 20.02.2014.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vegna málsins, auk þess lögfræðing hjá samtökum sveitarfélaga.

7.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Lagt fram minnisblað varðandi ferðamannastaði.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna áfram að stefnu vegna kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við rekstur salerna á fjölförnum ferðamannastöðum, jafnframt leggur nefndin til að gengið verði til samninga við landeigendur Snorrastaða vegna salerna sem nýtt eru af ferðamönnum sem heimsækja Eldborg.

8.Vottun starfsleyfishafa á fyrirtækjasíður

1402074

Lagt fram bréf, dagsett 21. febrúar 2014,frá Sigríði Kristjánsdóttur hjá Umhverfisstofnun.
Lagt fram.

9.Skotæfingasvæði við Ölduhrygg

1307028

Lögð fram tillaga að nýju skotæfingasvæði í landi Kárastaða, fyrir Skotfélag Vesturlands.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í hugmyndir að nýju æfingasvæði fyrir Skotfélag Vesturlands, forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs falið að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

10.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Lagt fram til kynningar
Málið kynnt.

11.Lýsing landskipulagsstefnu 2015-2026

1403003

Lögð fram lýsing landskipulagsstefnu 2015-2026 sem komin er í auglýsingu. Tekið er á móti athugasemdum til 12. mars 2014.
Málið kynnt, nefndarfólki falið að koma athugasemdum við auglýsta lýsingu um landskipulagsstefnu til skipulags- og byggingarfulltrúa.

12.Deildartungu II, Reykholtsdal

1311057

Nýtt deiliskipulag fyrir Deildartungu II, Verslunar- og þjónustusvæðis.
Auglýsingartíminn fyrir deiliskipulagið er liðinn, auglýsingartími var frá 15. janúar 2014 til 28.febrúar 2014, engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Deildartungu II, Verslunar- og þjónustusvæði, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð dags. 9. janúar 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.