Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

6. fundur 02. apríl 2014 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
  • Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Magnússon aðalmaður
  • Þór Þorsteinsson aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Haraldur Már Stefánsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald

1311036

Lögð fram endurnýjuð drög að samþykkt um hunda- og kattahald.
Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sagði frá helstu breytingum í samþykktinni.
Afgreiðslu málsins frestað.

2.Hreinsunarátak 2014

1403078

Samþykkt að fara í hreinsunarátak.

3.Matjurtagarðar 2014

1403077

Samþykkt.

4.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fór yfir skriflegt svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem fram kemur að ráðuneytið sjái sér ekki fært að staðfesta búfjársamþykkt Borgarbyggðar.
Í ljósi athugasemda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umræðu innan nefndarinnar, leggur nefndin til að drög að búfjársamþykkt verði endurskoðuð með það að markmiði að lausaganga stórgripa verði bönnuð í sveitarfélaginu.

5.Sláttursvæði 2014

1403119

Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til að farið verði í mælingu á sláttusvæðum. Nefndin tekur jákvætt i erindið og óskar eftir fjárveitingu í verkefnið.

6.Smölun á Skarðshamralandi

1310047

Lagt fram bréf, dagsett 27. mars 2014, frá Gunnhildi Evu Arnoddsdóttur hjá Innanríkisráðuneytinu.

7.Umhverfisviðurkenningar 2014

1403076

Ákveðið að veita viðurkenningu í fjórum flokkum.
Umhverfis- og landbúnaðurfulltrúi falið að vinna málið áfram.

8.Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð

1403024

Lögð fram drög að staðardagskrárskýrslu og meðfylgjandi verkefnaskrá auk minnisblaðs. Erindinu var vísað til allra nefnda sveitarfélagsins á 301. fundi byggðarráðs þann 20. mars 2014.
Ákveðið að ræða skýrsluna á næsta fundi.

9.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi lagði fram drög að stefnu varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu og rekstri ferðamannastaða í Borgarbyggð.
Nefndin samþykkir drögin með nokkrum athugasemdum.

10.Áform um dagsektir og krafa um úrbætur

1402058

Lagt fram bréf, dagsett 25. mars 2014, frá Sigrúnu Ágústsdóttur og Evu Dögg Kristjánsdóttur hjá Umhverfisstofnun.
Nefndin felur starfsmönnum umhverfissviðs að koma á fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar vegna málsins í ráðhúsi Borgarbyggðar.

11.Varnir gegn gróðureldum

1404002

Lagt fram.

12.Landbótaáætlun

1404008

Lögð fram reglugerð nr. 1160 / 2013.

13.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla

1205122

Samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu með umhverfisskýrslu skv. skipulagslögum 2010 með fyrirvara um áorðnar breytingar.

14.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Stóru-Brákarey, aðalskipulagsbreyting.
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur Borgarness, var auglýstur frá 24. mars - 2. apríl 2014. Athugasemd barst frá einum aðila.
Lulu Munk skipulagsfulltrúi fór yfir þær athugasemdir sem komu, en athugasemdir komu frá Björgunarsveitinni Brák um hvort skipulagstillagan hamli starfsemi Björgunarsveitarinnar hvað varðar flugeldasölu í húsnæði sveitarinnar. Í ljósi þess að í Brákarey er samþykkt íbúðarhúsnæði telur nefndin ekki mögulegt að taka tillit til athugasemdar Björgunarsveitarinnar Brákar. Að öðru leyti er skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara varðandi málið.

15.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Húsafelli.

1309058

Verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli.
Athugasemdir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Í ljósi þess að landnotkun deiliskipulagstillögunnar er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, einnig í ljósi þess að Skógrækt ríkisins hefur gefið jákvæða umsögn vegna framkvæmda á þessu svæði og gerður hefur verið samningur um mótvælgisaðgerðir um plöntun birkitrjáa milli Skógræktar ríkisins og landeiganda, telur nefndin ekki ástæðu til að verða við þeim ábendingum sem fram koma í umsögnum Umhverfissstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.

16.Þórdísarbyggð 32 og 33- sameining lóða

1403114

Þórdísarbyggð - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Óskað er eftir að sameina lóðirnir 32 og 33 í Þórdísarbyggð.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82

1403004F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.