Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

7. fundur 30. apríl 2014 kl. 15:00 - 18:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir formaður
  • Sigurður Guðmunds varaformaður
  • Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Magnússon aðalmaður
  • Þór Þorsteinsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Heiða Dís Fjeldsted varamaður
Fundargerð ritaði: Lulu Munk Andersen Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Geitfjársetur

1311107

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir kom á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi geitfjárrækt á Háafelli.
Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lýsir yfir þungum áhyggjum af stefnu- og úrræðaleysi stjórnvalda á því óumdeilda hlutverki sínu að vernda hinn íslenska geitastofn sem sannarlega á undir högg að sækja.
Nefndin hvetur því ráðherra landbúnaðarmála sem og ráðherra menningarmála og Bændasamtök Íslands að láta til sín taka og tryggja bæði erfðafræðilega fjólbreyni stofnsins sem og grundvöll geitabúskapar sem atvinnugrein svo að við sem þjóð getum staðið undir bæði menningarlegum og alþjóðlegum skuldbindingum okkar.

2.Staðardagskrá 21 í Borgarbyggð

1403024

Farið yfir fyrirliggjandi drög að Staðardagskrá 21 og verkefnalísta tengdum henni.
Samþykkt með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Malarfylling við Engjaás

1404027

Málið var vísað úr byggðarráðs til umsagnar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnar um mögulegt framtíðarskipulag á svæðinu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu á umræddu svæði áður en ákvörðun er tekin um að fjarlægja malarfyllinguna.
Nefndin leggur ríka áherslu á að mengað yfirborð verði fjarlægt.

4.Stjórn vatnamála 2014

1404096

Málið kynnt.

5.Áætlanaform sveitarfélaga vegna refaveiða

1404139

Lagt fram bréf, dagsett 23. aprí 2014, frá Gunnlaugu H. Einarsdóttur og Steinari Rafni Beck Baldurssyni hjá Umhverfisstofnun auk áætlunarforms sveitarfélaga vegna refaveiða.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að skila áætlanaformi sveitarfélaga vegna refaveiða.

6.Áætlun um refaveiðar 2014 - 2017

1404097

Lögð fram drög að áætlun, frá Umhverfisstofnun, til þriggja ára um refaveiðar 2014-2016
Farið yfir fyrirliggjandi drög.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að koma fyrirliggjandi athugasemdum á framfæri.

Heiða Dís Fjeldsted vék af fundi kl 17.00

7.Gamli miðbærinn í Borgarnesi deiliskipulagsbreyting

1302002

Málið rætt og lagt til að vinnuhópurinn kynni tillöguna fyrir sveitarstjórn.

8.Deiliskipulagstillaga fyrir Runkás á Mýrum

1109041

Runkás á Mýrum ? Nýtt deiliskipulag
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir Runkás á Mýrum til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð og felur meðal annars í sér að skilgreina lóðir fyrir frístundahús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

9.Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Munaðarnesi.

1109045

Guðrún Soffía Karlsdóttir sækir um breytingu á deiliskipulagi í Munaðarnesi
Munaðarnes ? Breytt deiliskipulag
Málið var áður tekið fyrir á umhverfis- og skipulagsnefndar þann 17. október 2011, þar sem samþykkt var að auglýsa deiliskipulag fyrir Munaðarnes. Þar sem tillagan ekki hefur verið endanlega afgreitt er nauðsýnlet að auglýsa tillagan aftur.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir Munaðarnes, Borgarbyggð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 12. apríl 2013 og felur meðal annars í sér að sameina mörg litil skipulög i eitt, fjölgun um10 lóðir við Jötnagarðsás og útivistarsvæði og göngustígum hefur verið bætt inn. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

10.Litla-Hraun deiliskipulag heimild til auglýsingar

1212057

Litla-Hraun ? Nýtt deiliskipulag
Málið var áður tekið fyrir á 30. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar, þar sem samþykkt var að auglýsa deiliskipulag fyrir jörðina Litla-Hraun. Þar sem tillagan hefur ekki verið endanlega afgreidd er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna aftur.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir Litla- Hraun til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 12. apríl 2013 og felur meðal annars í sér að skilgreina lóðir fyrir frístundahús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 83

1403012F

Lagt fram til kynningar

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85

1404014F

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.