Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

9. fundur 02. júlí 2014 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða

1406057

Aðalskipulagsbreyting í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram til kynningar

Sigurbjörg Áskelsdóttir kynnti tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu i Hvalfjarðarsveit. Stefnt er að því að tillagan verði auglýst í júlí í sumar.

2.Efnistaka - Kárastaðaflugvöllur

1406087

Lagt fram bréf, dagsett 17. júní 2014, frá Theodór Kr. Þórðarsyni formanni flugklúbbsins Kára.
Samþykkt að heimila fyrirhugaða efnistöku á svæðinu.

3.Jaðar 17 - Skipulagsmál

1406140

Pétur Jakobsson f.h. Fenrir food ehf, óskar eftir leyfi til að skipuleggja frístundabyggð fyrir Jaðar 17.
Nefndin telur að skipulagsgögn séu ekki fullnægjandi og felur umhverfis- og skipulagssviði að ræða við umsækjanda.

4.Langjökull, aðalskipulagsbreyting lýsing

1304009

Bréf Skipulagsstofnunnar lagt fram til kynningar
Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara Skipulagsstofnun.

5.Langjökull, aðalskipulagsbreyting lýsing

1304009

Efla og Ice-Cave mætir á fundinn og kynnir stöðu skipulagsmála varðandi Ísgöngin í Langjökli.
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar vegna Ísgangna í Langjökli er samþykkt með áorðnum breytingum. Einnig samþykkt að senda Skipulagsstofnun bréf með ósk um að málið verði tekið upp að nýju vegna breytinga á lögum, jafnframt að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun um málið.

6.Styrkvegir 2014 - svar við umsókn

1406024

Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni vegna umsóknar Borgarbyggðar um styrkvegafé árið 2014.
Nefndin lýsir vonbrigðum sínum yfir þriðjungs lækkun á fjárframlögum til sveitarfélagsins vegna styrkvega, en sveitarfélagið hefur á undanförnum árum fengið fjármagn frá Vegagerð ríkisins til viðhalds og samgöngubóta vegna vega sem ekki eru skilgreindir í vegalögum, en eru ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar. Ljóst er að slíkum vegum hefur fjölgað á undanförnum árum og því kemur þessi skerðing á fjárframlögum sér mjög illa.

7.Þórdísarbyggð 32 og 33 - sameining lóða

1403114

Þórdísarbyggð 32 og 33, sótt var um að sameina lóðir og fella út byggingarreit á lóðinni við Þórdísarbyggð 33. Málið var sett í grenndarkynningu.
Grenndarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust.
Nefndin samþykkir að lóðirnir við Þórdísarbyggð 32 og 33 verði sameinaðar og leggur til að endanleg útfærsla verði færð inn næst þegar deiliskipulagið verður endurskoðað.

8.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Samþykkt að eiga fund með Skipulagsstofnun um svæðið vegna hugsanlegar aðalskipulagsbreytingar.

9.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 90

1406005F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.