Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

10. fundur 13. ágúst 2014 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Aðgerðafundur vegna Grábrókar

1408001

Lögð fram fundargerð, dagsett 1. ágúst 2014 frá fundi Umhverfisstofnunar, Vegagarðarinnar og Borgarbyggðar um nokkur mál sem varða Grábrók og umhverfi hennar.
Nefndin fagnar fram komnum hugmyndum um bætta aðstöðu við Grábrók, en Vegagerðin mun annast stækkun og endurbætur á bílastæði. Málið kynnt.

2.Dagur íslenskrar náttúru 2014

1408008

Rætt um hvernig Borgarbyggð muni halda upp á ,,Dag íslenskrar náttúru" 16. september. Lögð fram auglýsing frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefndingum til verðlauna á ,,Degi íslenskrar náttúru".
Nefndin tilnefnir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing og Pétur Halldórsson fjölmiðlafulltrúa Skógræktar ríkisins, til fjölmiðlaverðlauna Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ákveðið að halda upp á ,,Dag íslenskrar náttúru" í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar.

3.Umhverfisviðurkenningar 2014

1403076

Lagðar fram tilnefningar frá íbúum Borgarbyggðar.
Ákveðið að afhenda umhverfisviðurkenningar í tengslum við ,,Dag íslenskrar náttúru". Ákvörðun um viðurkenningar frestað til næsta fundar.

4.Efnistaka - Kárastaðaflugvöllur

1406087

Vísað til umfjöllunar í Umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefnd frá Byggðarráði þann 24.7.2014.
Nefndin samþykkir að veita Flugklúbbnum Kára heimild til efnistöku innan skipulagsmarka flugbrautar sbr. uppdrátt dags. 1. nóv 2007. Jafnframt samþykkt að bóka efnistökugjaldið sem styrk við Flugklúbbinn.

5.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða.

1406016

Lögð fram drög að samningi.
Nefndin telur samning Umhverfisstofnunar vera óásættanlegan fyrir Borgarbyggð og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka málið upp við stofnunina.

6.Endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald

1311036

Staða málsins kynnt. Samþykkt að senda út auglýsingu um að hunda- og kattaeigendur þurfi að skrá dýrin hjá sveitarfélaginu. Samþykkt að nefndarfólk skili athugasemdum um samþykktina fyrir næsta fund.

7.Samningur um landleigu undir Oddsstaðarétt

1405138

Lögð fram drög að samningi um leigu á landi undir Oddsstaðarétt.
Nefndin samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.

8.Samningur við Snorrastaði

1405137

Lögð fram drög að samningi við Snorrastaði um kostnaðarþátttöku varðandi salernisaðstöðu við Eldborg. Erindinu var vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 24. júlí 2014.
Nefndin samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.

9.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Breytt aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur fyrir Brákarey.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttfyrir Brákarey vegna breyttra landnotkun samkvæmt 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

10.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands

1406134

Lögð fram tillaga að aðalskipulagslýsngu fyrir skotæfingasvæði í landi Hamars.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að aðalskipulagslýsingu skotsvæðis til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 18.07.2014. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt með 4 atkvæðum (JEA, HHH, SG, SJB), gegn einu atkvæði (BJ).

11.Ytri Skeljabrekka - Deiliskipulag

1404038

Ytri-Skeljabrekka deiliskipulag.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi frístunda- og heilsársbyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð frá árinu 2009. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslagar nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

12.Hreinsun Englendingavíkur

1408028

Umræða um hreinsun Englendingavíkur.
Samþykkt að fjarlægja það sprengigrjót sem búið er að haugsetja í fjörunni, en frekari framkvæmdir í Englendingavík verði gerðar í samráði við Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.

13.Skipulagsdagurinn 2014 29. ágúst

1406127

Lagt fram til kynningar.
Málið kynnt.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 90

1406005F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91

1407001F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.