Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

12. fundur 01. október 2014 kl. 08:00 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Heiða Dís Fjeldsted varamaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Birkilundur 14 - Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús

1408038

Sótt er um byggingarleyfi vegna sumarhús í Birkilundur 14, lagt er til að gert verður grenndarkynning.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, Birkilundur 12, 17, og 18 og Birkirjóður 8.

2.Birkilundur 24 - Umsókn um byggingarleyfi, gestahús

1408070

Birkilundur 24, sótt er um að byggja gestahús. Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, Birkilundur 1, 2 og 22.

3.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey

1306062

Auglýsingartíma vegna breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey er lokið.
Aðalskipulagið var í auglýsingu frá 18. ágúst til 28. september.
Lagðar voru fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Stóru-Brákarey, skipulagsuppdráttur og greinagerð dags. 30. september með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. október 2014. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

4.Endurskoðun aðalskipulags

1408101

Rætt um endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem byggðarráð vísaði til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd, þ.e.a.s taka til umfjöllunar þær athugasemdir sem komu þegar aðalskipulagið var í vinnslu á síðasta kjörtímabili.
Byggðarráð lagði einnig til að umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd haldi kynningarfund um aðalskipulag sveitarfélagsins.
Nefndin telur að þörf sé á að taka aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 til endurskoðunar. Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að kostnaðarmeta verkið. Einnig kom til umræðu að undirbúa íbúafundi þar sem aðalskipulagið sé kynnt fyrir almenningi.

5.Húsafell 2 - uppbygging

1401002

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 27. ágúst 2014 og felur meðal annars í sér uppbyggingu sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

6.Langjökull ísgöng - svæðisskipulagsbreyting

1409206

Lagt fram lýsing vegna breytingar af svæðisskipulag miðhálendi.
Nefndin samþykkir drög að lýsingu fyrir breytingu að svæðisskipulagi miðhálendisins, með fyrirvara um lagfæringar sem skipulagsfulltrúi mun koma á framfæri í samræmi við umræður á fundinum, frekari vinnslu er vísað til Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að gögn framkvæmdaraðila vegna skipulagsferlisins þurfi að vinna ítarlegar og þurfa að berast nefndinni með góðum fyrirvara þannig að nægur tími gefist til að koma að athugasemdum og ábendingum varðandi gögnin, áður en umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd fjallar um gögnin. Nefndin áréttar að komi til að halda þurfi aukafund vegna þessa máls, þá verði það gert.

7.Langjökull ísgöng - nýtt deiliskipulag

1410001

Lýsing fyrir nýtt deiliskipulag vegna Ísgangnagerð í Langjökli.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulags- og matslýsingu dagssetta 29.september 2014 fyrir deiliskipulag vegna ísgangnagerðar í Langjökli skv. 40.gr. skipulagslaga 123/2010. Nefdnin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

8.Langjökull, aðalskipulagsbreyting lýsing

1304009

Lýsing vegna breyting á aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Ísgöng í Langjökli.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sveitarfélagsuppdráttum vegna ísgangnagerðar í Langjökli. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga skv. 30.gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

9.Þrætuás - Ósk um nafnabreytingu

1409199

Laufey K. Kristjánsdóttir óska eftir nafnabreytingu á Þrætuás.
Nefndin hafnar erindinu.

10.Stjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

1409209

Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla

1205122

Auglýsingartími vegna Aðalskipulagsbreytingar við Bjarnhóla er lokið.
Aðalskipulagið var í auglýsingu frá 18. ágúst til 28. september.
Lagðar voru fram ábendingar og umsagnir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Bjarnhóla, skipulagsuppdráttur og greinagerð dags. 3. september með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

12.Skipulög

1311065

Staða skipulagsmála, lagt fram til kynningar
Lulu Munk skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála sem eru í vinnslu.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92

1408008F

Lagt fram til kynnngar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 93

1408010F

Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 95

1409008F

Lagt fram til kynningar.

16.Fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2015

1409207

Lagður fram rammi fyrir málaflokka umhverfis- og skipulagssviðs.
Skipting fjármagns til reksturs málaflokka árið 2015 var kynnt fyrir nefndinni. Nefndin óskar eftir skýringum fjármála- og stjórnsýslusviðs á því hvað haft var að leiðarljósi við ákvörðun um skiptingu fjármagns.

17.Ályktun frá SUB

1409037

Lögð fram ályktun frá fundi Samtaka ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands.
Í ályktuninni eru sveitastjórnafulltrúar hvattir til að kynna sér og nýta heimildir í skipulagslögum við gerð aðal- og deiliskipulags til að varðveita landbúnaðarland.
Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

18.Nafn á íbúðargötu á Varmalandi

1409210

Á Varmalandi er íbúðargata, ofan við skólahús grunnskólans á Varmalandi, sem ekki hefur hlotið nafn en við götuna standa tvö íbúðarhús.
Nýjasta íbúðargatan í hverfinu, sem er óbyggð ennþá, heitir Birkihlíð.
Íbúðargatan sem liggur upp með gamla húsmæðraskólanum heitir Grenihlíð.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tillögu að nafni á götuna í samráði við íbúa á Varmalandi.

19.Við stólum á þig - Sjóður til styrktar SEM og MND með sölu fjölnota innkaupapoka

1409156

Þessu var vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar frá 319. byggðarráðsfundi þann 24. 9. 2014.
Nefndin hafnar erindinu þar sem pokarnir þykja úr óhentugu efni.

20.Vatnsfontur

1409208

Skv. samningi milli Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar mun Orkuveitan kosta uppsetningu á vatnsfonti í Borgarbyggð. Nefndin samþykkir að staðsetning vatnsfontsins verði á miðeyju við íþróttahúsið í Borgarnesi.

21.Umsóknir um styrki til ferðamannastaða í Borgarbyggð.

1409205

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna að umsókn fyrir Grábrók og Surtshelli.

22.Umsókn um starfsleyfi fyrir Bjarnhóla

1401101

Lagt fram bréf, dagsett 2.september 2014, frá Guðmundi B. Ingvarssyni og Agnari Braga Bragasyni hjá Umhverfisstofnun.
Lagt fram.

23.Húsnæðismál sveitarfélagsins í Brákarey.

1405052


Bifhjólafjelag Borgarfjarðar hefur fyrr á þessu ári sótt um húsnæði undir sína félagsstarfsemi. Einnig liggur fyrir að sveitarfélagið hefur gert samning við Fornbílaklúbbinn um gamla Gúanóið, en það húsnæði er nú í notkun af sveitarfélaginu vegna áhaldahússverkefna.
Samþykkt að óska eftir því við byggðarráð að mörkuð verði stefna um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey.

24.Umhirða runnagróðurs við gangstéttir

1409214

Rætt um snyrtingu runnagróðurs og mikilvægi þess að trjágróður vaxi ekki út í gönguleiðir og torveldi aðgengi.

25.Sorpmál

1409211

Rætt um að kannaðir yrðu kostir þess að innleiða 3ja tunnu kerfi í sorpmálum sveitarfélagsins þ.e.a.s. að bæta við lífrænum úrgangi. Einnig var rætt um hvort sveitarfélagið setti sér markmið um plastpokalaust sveitarfélag. Nefndin hvetur til að dregið verði úr plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Umræður voru um málið.

26.Skallagrímsgarður - Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastað

1409132

Samþykkt að umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sæki um styrk vegna drenunar Skallagrímsgarðs í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

27.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Samþykkt að óska eftir fundi með Bændasamtökunum um samþykktina. Einnig var samþykkt að óska eftir fundi með Vegagerðinni vegna málsins.

28.Rekstur tjaldsvæða

1408006

Samningar um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og á Varmalandi runnu út í haust. Byggðaráð hefur samþykkt að bjóða reksturinn út til næstu fjögurra ára (2015-2018). Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að undirbúningi útboðs.
Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur á það áherslu að útboðsgögn verði þannig útfærð að rekstur tjaldsvæðanna standi undir kostnaði sveitarfélagsins við þau.

29.Námusvæði á skipulagi

1409114

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 15.9.2014, frá Jóni Helga Helgasyni hjá Vegagerðinni.
Málinu vísað til vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Borgarbyggðar, sem nefndin leggur til að verði gerð á kjörtímabilinu.

30.Húsnæði fyrir hunda og ketti

1409160

Málinu vísað til umræðna um lið nr. 21 í fundargerðinni.

31.Hjólastígur

1409212

Rætt um hjólreiðastíg á þéttbýlisgatnakerfi sveitarfélagsins s.s. um Borgarbraut í Borgarnesi.
Samþykkt að vinna heildaráætlun um göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu og vísa málinu til fjárhagsáætlunar ársins 2015.
Nefndin hvetur Vegagerð ríkisins til að ljúka við gerð göngu- og hjólreiðastígs yfir Borgarfjarðarbrú og felur umhverfis- og skipulagssviði að ræða málið við Vegagerðina.

32.Eyðing lúpínu og skógarkerfils innan bæjarmarka Borgarness

1408141

Lagt fram bréf, dagsett 27.08.2014, frá Guðrúnu Jónsdóttur, Guðrúnu Pálmadóttur og Rebekku Þiðriksdóttur um eyðingu lúpínu og skógarkerfils innan bæjarmarka Borgarness. Erindinu var vísað til umhverfis- skipulags og landbúnaðarnefndar á fundi byggðarráðs 4. september 2014.
Nefndin telur að hætta eigi eyðingu lúpínu á kostnað sveitarfélagsins, en hvetur jafnframt íbúa til að halda henni í skefjum í nágrenni sínu. Hinsvegar leggur nefndin til að sveitarfélagið haldi uppteknum hætti varðandi eyðingu skógarkerfils.

Fundi slitið - kl. 11:00.