Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

13. fundur 05. nóvember 2014 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Ölvaldsstaðir 2, aðalskipulagsbreyting lýsing

1302037

Auglýsingartíma vegna lýsingar er lokið.
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Ölvaldsstaður II, var auglýst frá 20. október - 3. nóvember 2014. Athugasemd barst frá Minnjastofnun Íslands þar sem krafist er fornleifaskráningar fyrir svæðið, og frá Umhverfisstofnun þar sem ítrekuð er mikilvægi verndun votlendisins.
Lagt fram.

2.Deiliskipulagstillaga fyrir Runkás á Mýrum

1109041

Lýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Runkás á Mýrum.
Lýsingin er búin að vera í auglýsingu frá 24. október til 2. nóvember 2014.
Lýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Runkás á Mýrum.
Lýsingin er búin að vera í auglýsingu frá 24. október til 2. nóvember 2014, engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Runkás á Mýrum. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 3. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér breytta landnotkun og eru helstu breytingar að gerðar verða sex lóðir þar af tvær með byggingarreiti fyrir frístundahús.
Málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla

1205122

Bjarnhólar - aðalskipulag
Auglýsingartími fyrir aðalskipulagsbreytingu fyrir Bjarnhóla er lokið.
Lagðar voru fram ábendingar og umsagnir.
Vegagerðin gerði athugasemd er varðar vegin að Bjarnhólum, athugasemdin var tekin til greina.
Ábending frá Umhverfisstofnun var lögð fram.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðalskipulag fyrir Bjarnhóla, skipulagsuppdrátt og greinagerð dags. 3. september 2014 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

4.Víðines - Aðalskipulagsbreyting, lýsing

1411002

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar við Víðines
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sveitarfélagsuppdrætti fyrir Víðines vegna breyttrar landnotkunar þar sem frístundabyggð verði breytt í íbúðabyggð. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 3. nóvember 2014 vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

5.Endurskoðun aðalskipulags

1408101

Endurskoðun aðalskipulags.
Í bréfi LBHÍ dags. 07.10.2014 kemur fram að skólinn hafi óskað eftir því við Minjastofnun Íslands að flæðiengin og umhverfi gömlu húsanna á Hvanneyri og húsin sjálf verði friðuð sem söguminjar. Jafnframt kemur fram að Minjastofnun hafi samþykkt tillöguna í ágúst sl., en stærsti hluti svæðisins er afmarkað sem hverfisvernd H1 í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Nefndin fagnar þeim hugmyndum sem uppi eru um friðun svæðisins og bíður þess að erindi berist um málið til að hægt sé að afgreiða málið.

Á fundi byggðarráðs þann 17.09.2014 var samþykkt að óska eftir því að Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taki til umfjöllunar þær athugasemdir sem komu þegar aðalskipulagið var í vinnslu. Einnig að halda íbúafund um aðalskipulagið þar sem það sé kynnt fyrir almenningi.

Á fundi Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar þann 01.10.2014 var rætt um fyrirhugaðan íbúafund um aðalskipulagið og kynningu fyrir almenningi.

Samþykkt að halda íbúafund um aðalskipulagið á næsta ári og auglýsa eftir athugasemdum frá íbúum sveitarfélagsins, en jafnframt yrðu hafðar í huga þær athugasemdir sem þegar hafa borist eða komu fram þegar aðalskipulagið var í vinnslu á sínum tíma. Í kjölfar þess yrði umfang fyrirhugaðra breytinga kostnaðarmetið.

6.Þrætuás - Ósk um nafnabreytingu

1409199

Laufey Kristjánsdóttir óskar eftir frekari rökstuðningi vegna synjunar um nafnabreytingu sbr. afgreiðslu nefndarinnar á sl. fundi.
Nefndin telur að til að hægt sé að fjalla um nafnabreytinguna þurfi fleira að liggja til grundvallar en erindi Laufeyjar t.d. álit landeiganda enda kann að vera að nafnið sé dregið af örnefni á svæðinu, samþykki sumarhúsafélags viðkomandi hverfis, en einnig þarf að breyta deiliskipulagi hverfisins þar sem nafnið er tilgreint í gildandi deiliskipulagi og einnig þarf að liggja fyrir hver kosti vinnu við breytingu deiliskipulagsins og kostnað sem fylgir auglýsingu slíkrar breytingar.

7.Beiðni um tengingu við vatnsveitu Varmalands

1410125

Beiðni um tengingu við vatnsveitu Varmalands. Ósk um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar vatnsveitulagnar milli Varmalands og Stafholtsveggja.
Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaða vatnsveitulögn milli Varmalands og Stafholtsveggja en um er að ræða 90mm lögn.
Nefndin bendir á að sækja þarf jafnframt um leyfi til Orkuveitu Reykjavíkur sem er eigandi Grábrókarveitu.

8.Brunahanar í Húsafelli

1410144

Lögð fram beiðni Ferðaþjónustunnar í Húsafelli þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð leggi til brunahana í sumarhúsahverfinu í Húsafelli, en verið er að endurnýja vatnsveituna í Húsafelli um þessar mundir.
Nefndin samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagssviði að útbúa reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við uppsetningu brunahana í sumarhúsa- og íbúðarhverfum á landi í einkaeigu.
Í samþyktinni verði eftirfarandi haft að leiðarljósi:

1) Að vatnsþrýstingur við brunahana verði minnst 2 bar (kg/sm2).
2) Að hver brunahani gefi að lágmarki 10 l/s.
3) Að lögnin að brunahananum skuli vera að lágmarki 110 mm.
5) Að eigandi vatnsveitunnar leggja fram til samþykktar slökkviliðs Borgarbyggðar, kort sem sýnir vatnsdreifikerfið, vatnsból, staðsetningu brunahana og skipulag og staðsetningu allra húsa.
6) Að kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins sé háð fjárheimild skv. ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni.

Ljóst er að kostnaðarþátttaka vegna uppsetningu brunahana í Húsafelli er ekki skv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2014. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Einnig að fullvinna reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins við uppsetningu brunahana á landi í einkaeigu.

9.Húsnæðismál Rafta, Bifhjólafélags Borgarfjarðar

1307036

Húsnæðismál Rafta, Bifhjólafélags Borgarfjarðar.
Beiðni um félagsaðstöðu í húsnæði gömlu sláturshúsanna í Brákarey.
Fram kom að Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Kristján Finnur Kristjánsson verkefnastjóri eignasjóðs hefðu í október sl. átt fund með forsvarsmönnum Rafta, þeim Kristbergi Jónssyni og Jakob Guðmundssyni um málið.
Nefndin tekur jákvætt í að leigja Röftum húsnæði í Brákarey, samþykkt að bjóða forsvarsmönnum félagsins á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um húsnæðismál þeirra.

10.Umsókn um byggingalóð

1410077

Íslenska Gámafélagið ehf sækir um lóðarspildu á Sólbakka í Borgarnesi, sem staðsett er milli Sólbakka 10 (lóð Orkuveitu Reykjavíkur) og Sólbakka 12 (lóð Gámastöðvar). Stærð spildunnar er ca. 11 x 65 m.
Í ljósi lögunnar lóðarspildunnar telur nefndin að hún henti ekki sem byggingarlóð auk þess sem hún er ekki á skipulagi sem byggingarlóð.
Því leggur nefndin til að erindinu verði hafnað en bendir umsækjanda á að á Sólbakka og Vallarási er úrval lausra byggingarlóða.

11.Verkefni áhaldahúss hjá Borgarbyggð

1411003

Umræða um verkefni áhaldahússins í tengslum við slátt og umhirðu grænna svæða.
Í ljósi þess að nú er í umræðunni að kaupa liðlétting fyrir áhaldahúsið, telur nefndin rétt að áhaldahúsið sjái um slátt á opnum svæðum og að hugað verði að kaupum á sláttuvél í tengslum við kaup á liðléttingi. Þá verði metið hvort ástæða sé til að bjóða út slátt og umhirðu grænna svæða að hluta til eða hvort áhaldahúsið sjái alfarið um þann þátt.

12.Æfinga- og athafnasvæði slökkviliðs Borgarbyggðar í Brákarey, bréf.

1405006

Erindi frá slökkviliðsstjóra varðandi afnot af athafnasvæði og stöðuleyfi fyrir reykköfunargám, milli Gúanós og Betubæjar (gamli vatnstankurinn).
Erindið var tekið fyrir í byggðarráði 15.05.2014.
Í erindinu er þess óskað að slökkvilið Borgarbyggðar fái til umráða aflagt þvottaplan og svæði umhverfis það. Þvottaplanið er skv. erindinu hugsað sem svæði til klippuæfinga og björgunar fólks úr bílflökum og vegna notkunar froðu til slökkvistarfa. Einnig yrði svæðið umhverfis þvottaplanið notað til uppsetninga á vettvangi og slöngulagna og sem athafnasvæði slökkvibíla og þeirra sem að æfingum koma.
Ennfremur er óskað eftir að fá leyfi í framtíðinni til að staðsetja reykköfunargám fyrir eldstó og heitan reyk á svæðinu.

Nefndin telur að reykköfunargámur með eldstó og heitum reyk, eigi ekki að staðsetja í Brákarey en hvetur til þess að gámnum verði valinn betri staður fjær viðkvæmri atvinnustarfsemi og íbúðabyggð. Einnig hafnar nefndin beiðni slökkviliðsins um útiæfingasvæði í Brákarey.

13.Flokkun vega þeirra sveitarfélaga sem land eiga innan miðhálendislínunnar

1105084

Lagt fram bréf, dagsett 8. október 2014, frá Hermanni Sveinbjörnssyni hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Í ofangreindu bréfi starfshóps á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er vísað til fyrri samskipta um þetta mál, kynningarfundar þann 10.11.2010, bréfs dags. 18.04.2011.
Þá er ítrekuð beiðni um að sveitarfélagið flokki vegslóða í óbyggðum ofan hálendislínunnar í sveitarfélaginu.
Fram kemur í bréfinu að af hálfu Borgarbyggðar hafi verið gefið til kynna að gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins eigi að endurspeglast í gagnagrunni Landmælinga Íslands, en við skoðun starfshópsins á aðalskipulaginu, virðist sem á það vanti vegi sem ætla megi að séu mikilvægir fyrir vegfarendur og því sé það bagalegt að þá vanti inn í gagnagrunn Landmælinga Íslands sem á að innihalda opna vegi innan miðhálendislínunnar. Eru þar nefndir vegir að bæjum, sumar- og veiðihúsum.
Óskað er svars við erindinu fyrir 15.11.2014.

Samþykkt að óska eftir verk- og tímaáætlun frá skipulags- og byggingarfulltrúa og að verklok verði eigi síðar en 2018.

14.Frumvarp um vegalög til umsagnar

1410094

Frumvarp um vegalög til umsagnar, frá nefndasviði Alþingis. Óskað umsagnar fyrir 31.10.2014, en málið barst sveitarfélaginu 17.10.2014.
Með erindinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn Borgarbygðar við frumvarpi til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.
Var þess jafnframt óskað að undirrituð umsögn bærist nefndasviði Alþingis eigi síðar en 31.10.2014.
Vísað var til þess að hægt væri að sækja þingskjalið á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0161.html

Nefndin telur bagalegt að nefndarsvið Alþingis gefi sveitarfélaginu jafn knappan tímafrest og raun ber vitni og bendir á að fundir í Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd eru einungis haldnir mánaðarlega.
Forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs er falið að koma því á framfæri við nefndarsvið Alþingis að óásættanlegt sé fyrir sveitarfélagið að Vegagerðin geti fellt út vegi af vegaskrá, án samráðs við sveitarfélagið. Einnig gerir nefndin athugasemd við 8. grein b, 1. og 2. málsl. c-liðar 2. mgr., skv. frumvarpinu um að landeigandi skuli kosta síðustu 50 m af héraðsvegum sem taldir eru upp í 8. grein.

15.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu - tilnefningar

1410096

Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - óskað eftir tilnefningum - skilafrestur til 7. nóvember.
Verkefnið þarf að hafa verið hrint í framkvæmd á sl. þremur árum og greinanlegur árangur þarf að hafa náðst. Undirbúningur má þó hafa staðið yfir lengur. Með nýsköpunarverkefnum er átt við nýjar lausnir eða þýðingarmiklar endurbætur á eldri lausnum sem opinber aðili hefur innleitt að eigin frumkvæði og beinast að því að bæta stjórnsýslu og/eða þjónustu við notendur með nýjum vinnubrögðum, tækni eða skipulagi.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulagsverðlaunin 2014 - Ósk um tilnefningar

1410076

Skipulagsfræðingafélag Íslands, ósk um tilnefningar til skipulagsverðlauna 2014.
Með erindinu bendir samband íslenskra sveitarfélaga á að stjórn skipulagsfræðingafélagsins leitar eftir tilnefningum til skipulagsverðlauna fyrir árið 2014.

Skipulagsverðlaunin eru veitt annað hvert ár til sveitarfélaga, stofnanna eða einkaaðila sem gert hafa vel á sviði skipulagsmála og lagt sitt af mörkunum til að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli með faglegri skipulagsgerð. Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu og auka skilning um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulags á hverjum tíma.

Í ár verður sérstök áhersla á skipulagsgerð í tengslum við ferðaþjónustu og samþættingu hennar við það byggða umhverfi og náttúru sem fyrir er. Einkum verður skoðað hvernig faglega unnin skipulagsgerð getur styrkt staðaranda og styrkt samfélög, til hagsbóta fyrir fyrir umhverfi, íbúa og ferðamenn.

Skipulagsverðlaunin eru annars vegar veitt fyrir skipulag, þ.e. skipulagstillögu eða staðfest skipulag og hins vegar fyrir sérstök og afmörkuð verkefni í tengslum við skipulag, svo sem frumkvöðlastarf og nýbreytni eða miðlun upplýsinga um skipulagsmál, svo eitthvað sé nefnt.

Tilnefningar mega koma frá sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Skipulagsverkefni á öllum skipulagsstigum eru gjaldgeng til skipulagsverðlaunanna.

Nefndin leggur til að deiliskipulagstillaga gamla miðbæjarins í Borgarnesi, sem unnið var að á árunum 2013 og 2014 verði tilnefnd til Skipulagsverðlaunanna 2014.

17.Umhirða á athafnasvæðum í Borgarbyggð

1409171

Umhirða á athafnasvæðum í Borgarbyggð, erindi frá byggðarráði frá 02.10.2014. Rætt um umhirðu og umgengni á athafnasvæðum í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd að koma með tillögur og aðgerðaráætlun um umhverfisátak og leiðir til að sameina krafta sveitarfélagins, fyrirtækja og íbúa til bættrar umgengni.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að útbúa minnisblað um hvernig staðið er að vinnu við umhverfisverkefni í sveitarfélaginu. Í framhaldi ræði nefndin um leiðir til að virkja íbúa og lóðarhafa til bættrar umgengni.

18.Verkefni í hafnargerð og sjóvörnum

1410053

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar varðandi fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 og umsóknir um framlög til verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.
Nefndin samþykkir að sækja um framlag til Vegagerðarinnar vegna endurgerðar á sjóvarnargarði og endurbótum á gömlu steinbryggjunni í Englendingavík.

19.Þjóðlendur; afnot af landi -leiðbeiningar fyrir sveitarfélög

1410008

Þjóðlendur, afnot af landi, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög frá sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

20.Ósk barna í Bjargslandi um leiksvæði

1410147

Lagður fram undirskriftalisti barna í Bjargslandi með ósk um svæði til leikja eins og fótbolta.
Samþykkt að stefna að gerð grasvallar á deiliskipulögðu svæði við Arnarklett í Borgarnesi. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

21.Fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2015

1409207

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.
Rætt var um rekstur málaflokka sem tengjast umhverfis- og skipulagssviði, samþykkt að ræða málið aftur á næsta fundi nefndarinnar.

22.Hunda- og kattahreinsun 2014

1410164

Lögð fram drög að auglýsingu um ormahreinsun og tillaga að samstarfi við dýralækna innan sveitarfélagssins.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga frá samkomulagi við dýralækna um samstarf við ormahreinsun og skráningu á dýrum.

23.Refa- og minkaveiði 2015

1408140

Lögð fram áætlunargögn sem bráðlega verða send veiðimönnum og síðan verður fundað með þeim í framhaldinu.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fór yfir málið.

24.Veiðiskýrslur vegna refa- og minkaveiða 2013/2014

1410052

Lögð fram veiðiskýrsla fyrir veiðitímabilið frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.
Lagt fram.

25.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands

1410070

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 6. október 2014 þar sem lagt er til að unnið verði að samstilltu átaki opinberra aðila og skógræktarfélaga í að nýta lúpinubreiður til skógræktar, bæði í þéttbýli og viðsvegar um land. Byggðarráð vísaði þessu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar á 321. fundi sínum þann 16. nóvember 2014.
Lagt fram.

26.Ársfundur náttúrverndanefnda sveitarfélaga 2014

1410014

Lögð fram dagskrá og skráningarblað.
Lagt fram.

27.Ársfundur umsjónaraðila friðlýstra svæða

1410048

Lagt fram.

28.Umhverfisstefna hafna

1411011

Lagt fram bréf, dagsett 3. nóvember, frá Umhverfis- og öryggisnefnd Hafnasambands Íslands.
Hafnarsvæðið í Brákarey er á forræði Faxaflóahafna sem sér um að marka stefnu um umhverfismál.

29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 96

1410006F

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 97

1410010F

Fundi slitið - kl. 12:00.