Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2015
1409207
Lögð fram fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2015
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2015.
2.Gjaldskrá gatnagerðargjalda
1411088
Lögð fram tillaga að gjaldskrá um gatnagerðar-, byggingaleyfis-, skipulags- og önnur þjónustugjöld umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Byggðarráð Borgarbyggðar vísaði erindinu til umfjöllunar í nefndinni á fundi sínum þann 27.11.2014.
Nefndin leggur til að gjaldskrá fyrir verslunar-, geymslu, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði verði lækkuð til samræmis við umræður á fundinum. Auk þess leggur nefndin til að gefinn verði tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum lóða í Borgarbyggð til að auka aðsókn og efla atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Jafnframt leggur nefndin til að gatnagerðargjaldskrá verði breytt á þann hátt að í stað rúmmetragjalds á hús verði fermetragjald fyrir lóð sbr. 3 grein gjaldskrárinnar.
Að öðru leyti staðfestir nefndin gjaldskrána.
Að öðru leyti staðfestir nefndin gjaldskrána.
3.Húsafell 1 - uppbygging
1401002
Húsafell 1 - nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti þann 10. október að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1. Lýsingin var auglýst frá 21. nóvember til 1. desember.
Sveitarstjórn samþykkti þann 10. október að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1. Lýsingin var auglýst frá 21. nóvember til 1. desember.
Húsafell 1 - nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti þann 10. október að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1. Lýsingin var auglýst frá 21. nóvember til 1. desember. Tvær athugasemdir bárust, frá Minjastofnun og Skipulagsstofnun og hefur verið brugðist við þeim.
Sveitarstjórn samþykkti þann 10. október að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1. Lýsingin var auglýst frá 21. nóvember til 1. desember. Tvær athugasemdir bárust, frá Minjastofnun og Skipulagsstofnun og hefur verið brugðist við þeim.
4.Húsafell 1 -nýtt deiliskipulag
1409024
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Húsafell 1- lóðar Páls Guðmundsonar til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags. 25. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér uppbyggingu sýningarskála, menningarhúss og þjónustuhúss vegna menningartengdrar starfsemi í Húsafelli. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Húsafell 1- lóðar Páls Guðmundsonar til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags. 25. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér uppbyggingu sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús vegna menningartengdrar starfsemi í Húsafelli. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
5.Litla-Hraun deiliskipulag heimild til auglýsingar
1212057
Sveitarstjórn samþykkti þann 12. maí sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Litla-Hraun sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 22. október til og með 2. desember 2014.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd frestar afgreiðslu málsins vegna fram kominna athugasemda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu.
6.Lýsing og deiliskipulag vegna Bjarnhóla
1205122
Sveitarstjórn staðfesti 20. nóvember 2014 breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010- 2022 vegna sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars.
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Bjarnhóla - sorpförgunarstöð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 27. nóvember 2014 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á sorpförgunarsvæði. Með tillögunni fylgir umhverfisskýrsla dags. 8. apríl 2014 og einnig áhættumat og viðbragðsáætlun frá árinu 2013.
Samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
7.Skotæfingasvæði - drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands
1406134
Lýsing af aðalskipulagsbreytingu vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars var í auglýsingu frá 21. nóvember til 1. desember 2014.
Nefndin fagnar þeirri miklu málefnalegu umræðu íbúa og hagsmunaaðila sem hefur skapast vegna fyrirhugaðs skotsvæðis við Bjarnhóla. Vert er að vekja athygli á því að ekki er verið að samþykkja skotsvæðið með þessari lýsingu. Einungis er verið að undirbúa það að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaðarsvæði í íþróttasvæði. Nú er þeirri lýsingu aðalskipulagsbreytingar lokið og það hafa borist nokkrar athugasemdir. Þær snúa fyrst og fremst að áhyggjum af hávaða og ónæðis vegna skotsvæðisins. Nefndin leggur til að greinargerð um hljóðvist verði unnin áður en lengra er haldið, þannig að hægt sé að meta áhrif starfseminnar á sitt nærumhverfi.
Auk þess að aflað verði gagna frá öðrum sveitarfélögum og að athugað verði með að nefndin kynni sér skotæfingasvæði t.d. á Akranesi.
Bókun frá Björk Jóhannsdóttur: Ég mótmæli enn og aftur staðsetningu á skotæfingasvæði í landi Hamars. Vegna þess að ég tel ekki að útivistarsvæði og skotæfingasvæði fari saman. Ég tel það farsælast fyrir íbúa að fundinn verði annar staður sem hentar betur.
Auk þess að aflað verði gagna frá öðrum sveitarfélögum og að athugað verði með að nefndin kynni sér skotæfingasvæði t.d. á Akranesi.
Bókun frá Björk Jóhannsdóttur: Ég mótmæli enn og aftur staðsetningu á skotæfingasvæði í landi Hamars. Vegna þess að ég tel ekki að útivistarsvæði og skotæfingasvæði fari saman. Ég tel það farsælast fyrir íbúa að fundinn verði annar staður sem hentar betur.
8.Hvanneyri - gamla bæjartorfan, friðlýsing
1411057
Nefndin fagnar fyrirhugaðri friðlýsingu en telur að endurskoða þurfi mörk svæðisins að austanverðu m.t.t. gildandi aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Umhverfis- og skipulagssviði falið að koma ábendingum á framfæri við umsækjanda.
9.Samþykkt um búfjárhald
1210076
Formanni og varaformanni falið að ræða við Bændasamtökin og fleiri aðila um málið.
10.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Borgarbyggð
1302028
Samþykktin er samþykkt með eftirfarandi breytingu á 3. grein: Eigendum og umráðamönnum íbúðarhúsnæðis í Borgarbyggð er skylt að nota þau ílát og þær aðferðir við sorpsöfnun sem sveitarstjórn ákveður. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
11.Viðtalstími sveitarstjórnar 4.11.2014
1411023
Lagt fram minnisblað frá viðtalstíma sveitarstjórnar þann 4. nóvember 2014. Erindinu var vísað til nefndarinnar af byggðaráði þann 13. nóvember 2014.
1. Finna þyrfti götu sem liggur á milli Bjarnarbrautar og Borgarbrautar nafn og er komin tillaga að nafni, Þórugata, og er þar vísað í Egilssögu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu til nefndarinnar.
2. Hvatt var til átaks í frárennslismálum við Borgarvík og Klettavík.
Orkuveita Reykjavíkur áætlar að fara í fráveituframkvæmdir í Borgarnesi árin 2016 og 2017.
3. Fagnað var frumkvæði og árverkni sveitarfélagsins varðandi loftlagsmælingar og umfjöllunar um það mál á heimasíðu sveitarfélagsins.
4. Rætt var um eyðingu á lúpínu og skógarkerfli og þess átaks sem í gang fór fyrir nokkru þar sem íbúar hafa tekið ákveðin svæði í ”fóstur“ Búa mætti til frekari hvata í kringum það verkefni þannig að þeir íbúar sem þessum svæðum sinna sé þakkað með einum eða öðrum hætti.
Nefndin hefur af sparnaðarorsökum samþykkt að eyða einungis kerfli á næsta ári en útilokar ekki að farið verði í samvinnu við íbúa um einstök svæði þar sem lúpína er sérstaklega ágeng.
5. Reiðvegir í héraðinu sem landeigendur hafa lokað með girðingum og þ.h.
Reiðvegir sem eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins eiga að vera öllum opnir.
6. Bent var á að lýsingu vantar fyrir utan Þinghamar á Varmalandi og huga þyrfti að endurbótum/lagfæringu á tjaldsvæðinu á Varmalandi, t.a.m. mætti huga að langtímasamningi við einkaaðila þannig að sá aðili mögulega gæti hugað að endurbótum á sínum forsendum.
Verið er að bjóða út tjaldsvæðið á Varmalandi, hugað verði að þessu í samningnum. Skoðað verði með húsverði á Varmalandi hvernig hægt er að bæta úr lýsingu.
7. Einnig þyrfti að huga að eyðingu á illgresi/njóla á Varmalandi.
Vinnuskóli/áhaldahús taki málið að sér.
8. Fjallskilamál og fyrirkomulag á smalamennsku í Lundareykjadal, það sé óhentugt að vera með smalamennskur í miðri viku, kallað eftir að haldnir yrðu almennir fundir í hverju fjallskilanefndarsvæði fyrir sig.
Erindið verði sent til fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar.
9. Að lokum komu fulltrúar Fornbílafjelagsins til samtals um drög að samningi um fjárrétt og ”Gúanó“ í Brákarey, aðilar voru sammála um að hefja það samtal að nýju þannig að fram komi framtíðarsýn Fornbílafjélagsins um nýtingu húsanna og gerð verði greining á efniskostnaði við endurbætur á húsnæðinu.
Verið er að vinna í málinu.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu til nefndarinnar.
2. Hvatt var til átaks í frárennslismálum við Borgarvík og Klettavík.
Orkuveita Reykjavíkur áætlar að fara í fráveituframkvæmdir í Borgarnesi árin 2016 og 2017.
3. Fagnað var frumkvæði og árverkni sveitarfélagsins varðandi loftlagsmælingar og umfjöllunar um það mál á heimasíðu sveitarfélagsins.
4. Rætt var um eyðingu á lúpínu og skógarkerfli og þess átaks sem í gang fór fyrir nokkru þar sem íbúar hafa tekið ákveðin svæði í ”fóstur“ Búa mætti til frekari hvata í kringum það verkefni þannig að þeir íbúar sem þessum svæðum sinna sé þakkað með einum eða öðrum hætti.
Nefndin hefur af sparnaðarorsökum samþykkt að eyða einungis kerfli á næsta ári en útilokar ekki að farið verði í samvinnu við íbúa um einstök svæði þar sem lúpína er sérstaklega ágeng.
5. Reiðvegir í héraðinu sem landeigendur hafa lokað með girðingum og þ.h.
Reiðvegir sem eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins eiga að vera öllum opnir.
6. Bent var á að lýsingu vantar fyrir utan Þinghamar á Varmalandi og huga þyrfti að endurbótum/lagfæringu á tjaldsvæðinu á Varmalandi, t.a.m. mætti huga að langtímasamningi við einkaaðila þannig að sá aðili mögulega gæti hugað að endurbótum á sínum forsendum.
Verið er að bjóða út tjaldsvæðið á Varmalandi, hugað verði að þessu í samningnum. Skoðað verði með húsverði á Varmalandi hvernig hægt er að bæta úr lýsingu.
7. Einnig þyrfti að huga að eyðingu á illgresi/njóla á Varmalandi.
Vinnuskóli/áhaldahús taki málið að sér.
8. Fjallskilamál og fyrirkomulag á smalamennsku í Lundareykjadal, það sé óhentugt að vera með smalamennskur í miðri viku, kallað eftir að haldnir yrðu almennir fundir í hverju fjallskilanefndarsvæði fyrir sig.
Erindið verði sent til fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar.
9. Að lokum komu fulltrúar Fornbílafjelagsins til samtals um drög að samningi um fjárrétt og ”Gúanó“ í Brákarey, aðilar voru sammála um að hefja það samtal að nýju þannig að fram komi framtíðarsýn Fornbílafjélagsins um nýtingu húsanna og gerð verði greining á efniskostnaði við endurbætur á húsnæðinu.
Verið er að vinna í málinu.
12.Beiðni eigenda Arnarkletts 20,22 og 24 um lagfæringar
1410151
Lagt fram bréf eigenda við Arnarklett 20,22 og 24 með ósk um lagfæringar á gangstétt, innkeyrslu og lýsingu.
Byggðarráð Borgarbyggðar vísaði erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd á fundi sínum þann 06.11.2014.
Byggðarráð Borgarbyggðar vísaði erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd á fundi sínum þann 06.11.2014.
Skv. lóðarleigusamningi er umrædd gangstétt og innkeyrsla hluti af lóðum Arnarkletts 20, 22 og 24 og því getur sveitarfélagið ekki orðið við erindinu.
13.Ljósleiðaranet og ríkisaðstoðarreglur EES
1411091
Lagt fram.
14.Klapparás 6 - Byggingarleyfi, geymsla
1410049
Landnr: 134971
Umsækjandi: Ólafur Axelsson
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu á lóðinni við Klapparás 6.
Hönnuður: Hlynur Ólafsson
Stærð: 48 m2
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna geymsluna. Grenndarkynning á að ná til aðliggjandi lóða.
Umsækjandi: Ólafur Axelsson
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu á lóðinni við Klapparás 6.
Hönnuður: Hlynur Ólafsson
Stærð: 48 m2
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna geymsluna. Grenndarkynning á að ná til aðliggjandi lóða.
15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 99
1411011F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.