Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

15. fundur 14. janúar 2015 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

1411088

Lögð fram tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda og annarra gjalda umhverfis- og skipulagssviðs. Samþykkt að miða við ákveðið nýtingarhlutfall á þeim lóðum þar sem ekki er kveðið á um nýtingarhlutfall í deiliskipulagi. Gjaldskráin samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt að leggja hana fyrir sveitarstjórn til samþykktar, en gjaldskráin er í þremur hlutum.

2.Borgarbraut 55, 57 og 59.

1501030

Rætt um deiliskipulag á lóðunum Borgarbraut 55-59.

3.Ósk um umsögn vegna skógræktar á 78 ha svæði í landi Stapasels

1501023

Ósk um umsögn vegna skógræktar á 78 ha svæði í landi Stapasels
Nefndin samþykkir framlagða ræktunaráætlun og heimilar fyrir sitt leyti nytjaskógrækt í Stapaseli skv. framlögðum gögnum.
Stefnt verði þó að því að setja inn ákvæði um stærðarmörk leyfisskyldrar skógræktar þegar endurskoðun aðalskipulagsins fer fram.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4.Skotæfingasvæði í landi Hamars

1501024

Jónína sagði frá því að til stendur að fara í kynnisferð síðar í mánuðinum þar sem skoðuð verða skotæfingasvæði í öðrum sveitarfélögum.
Jafnframt kom fram að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands er tilbúið að framkvæma hljóðmælingar á fyrirhuguðu skotæfingasvæði í samstarfi við sveitarfélagið. Forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs falið að ræða við Heilbrigðiseftirlitið um framkvæmdina.

5.Ytri Skeljabrekka - Aðalskipulagsbreyting

1501028

Skipulagsstaðan við Ytri-Skeljabrekka kynnt fyrir umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að undirbúa og leggja fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Ytri-Skeljabrekku.

6.Umsókn um stækkun lóðar

1412030

Umsókn um stækkun lóðar
Í ljósi þess að búið er að fella út göngustíg á skipulagi svæðisins milli lóðanna Gunnlaugsgötu 9 (Svarfhóll) og Helgugötu 10, er erindinu hafnað.

7.Kerfisáætlun 2015-2024 matslýsing og gagnaöflun

1501007

Jónína fór yfir kerfisáætlunina og sagði frá næstu skrefum. Lagt fram til kynningar.

8.Almennir íbúafundir um skipulagsmál

1501055

Sagt frá upplýsingafundum fyrir íbúa sem fyrirhugaðir eru í sveitarfélaginu. Ákveðið að halda sérstakan fund um skipulagsmál í febrúar þar sem verða kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir s.s. ísgöng í Langjökli og fyrirhugaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu.

9.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 98

1411002F

Lagt fram.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 94

1409005F

Lagt fram.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 79

1311001F

Lagt fram.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 78

1310010F

Lagt fram.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 77

1310002F

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:30.