Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Almennir íbúafundir um skipulagsmál
1501055
Samþykkt að hafa íbúafund n.k. miðvikudag 11. febrúar kl. 20:00 í Hjálmakletti. Þar verða kynnt áform um fyrirhuguð ísgöng í Langjökli og uppbyggingu í sveitarfélaginu.
2.Áform um dagsektir og krafa um að urðun verði hætt
1502016
Krafa Umhverfisstofnunar um að tafarlaust verði hætt urðun að Bjarnhólum
Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagssviði að svara erindinu í samráði við samband íslenskra sveitarfélaga.
3.Böðvarsgata 13 - byggingarleyfi, viðbygging og hækkun þaks
1502024
Sótt er um breytinar á þaki, hækkun hússins við Böðvarsgötu 13, einnig er sótt um viðbyggingu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd. Grenndarkynning á að ná til Böðvarsgötu 7, 7a, 10, 11, 12 og 15.
4.Endurvinnslukortið
1501062
Lagt fram erindi Náttúru ehf. varðandi endurvinnslukort. Byggðarráð Borgarbyggðar vísaði erindinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar á fundi sínum þann 22.01.2015.
Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2015 og í ljósi þess að fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu er nú til endurskoðunar s.s. varðandi staðsetningu grenndarstöðva, leggur nefndin til að ekki verði tekið þátt í endurvinnslukortinu að þessu sinni en vísað til fjárhagsáætlunar ársins 2016.
5.Gjald fyrir eftirfylgni eftirlits
1502015
Umhverfis- og skipulagssviði falið að mótmæla þessum áformum og gera athugasemd við gjaldtökuna, samráð um málið verði haft við samband íslenskra sveitarfélaga.
6.Gjaldskrá gatnagerðargjalda
1411088
Lagt fram til kynningar
Lulu Munk kynnti gjaldskrá gatnagerðargjalda sem hlotið hefur samþykki byggðarráðs.
7.Húsafell 1 - uppbygging
1401002
Deiliskipulag fyrir Húsafell 2 var auglýst frá 17. desember 2014 til 28. janúar 2015.
Engar athugasemdir bárust.
Málinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn.
Engar athugasemdir bárust.
Málinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn.
8.Langjökull, aðalskipulagsbreyting lýsing
1304009
Skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2122 hefur verið auglýst. Framkomnar athugasemdir voru lagðar fram í minnisblaði og tillögur að svörum við þeim. Samþykkt að kynna tillögu að aðalskipulagsbreytingu á kynningarfundi. Aðalskipulagstillagan er samþykkt til auglýsingar skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
9.Langjökull ísgöng - nýtt deiliskipulag
1410001
Skipulagslýsing vegna tillögu að nýju deiliskipulagi afþreyingar- og ferðamannasvæðis vegna ísganga í Langjökli hefur verið auglýst. Framkomnar athugasemdir voru lagðar fram í minnisblaði og tillögur að svörum við þeim. Samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi á kynningarfundi. Deiliskipulagstillagan er samþykkt til auglýsingar skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
10.Langjökull ísgöng - svæðisskipulagsbreyting
1409206
Lulu Munk kynnti stöðu málsins.
11.Munaðarnes, 1. áfanga - Breytt deiliskipulag, lýsing
1502036
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagslýsingu fyrir Munaðarnes, 1. áfanga, til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. janúar 2015 og felur m.a. í sér uppfærslu á eldri deiliskipulagi fyrir svæðið og sameiningu þeirra. Málsmeðferð verði í samræmi við ákvæði 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
12.Munaðarnes 2. áfanga - Breytt deiliskipulag
1502037
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagslýsingu fyrir Munaðarnes, 2. áfanga, til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. janúar 2015 og felur m.a. í sér uppfærslu á eldri deiliskipulagi fyrir svæðið og sameiningu þeirra. Málsmeðferð verði í samræmi við ákvæði 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
13.Víðines - Aðalskipulagsbreyting, lýsing
1411002
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar varðandi Víðines, en sveitarfélagið óskaði eftir jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar til að breyta sumarhúsahverfi í heilsársbyggð.
Í athugasemdum Skipulagsstofnunar er óskað nánari skýringa og að gert verði grein fyrir þeim í skipulagsgögnunum.
Skipulagsfulltrúa falið að láta uppfæra gögnin og auglýsa skipulagið skv. skipulagslögum nr. 123/2010 með áorðnum breytingum. Einnig þarf að kynna breytinguna fyrir landeigendum og lóðarhöfum svæðisins.
Í athugasemdum Skipulagsstofnunar er óskað nánari skýringa og að gert verði grein fyrir þeim í skipulagsgögnunum.
Skipulagsfulltrúa falið að láta uppfæra gögnin og auglýsa skipulagið skv. skipulagslögum nr. 123/2010 með áorðnum breytingum. Einnig þarf að kynna breytinguna fyrir landeigendum og lóðarhöfum svæðisins.
14.Hvanneyri deiliskipulag
1502043
Samþykkt að hefja vinnu við uppfærslu deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð á Hvanneyri til auglýsingar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
15.Kveldúlfsgata 2b
1502044
Tillaga að lóðaafmörkun Kveldúlfsgötu 2b
Byggðarráð hefur samþykkt að auglýsa húsið að Kveldúlfsgötu 2b til sölu. Í dag er lóðin sameiginleg með húsinu að Borgarbraut 61.
Lóðin Kveldúlfsgata 2b er 1.749 m2 skv. þjóðskrá og er á svæði sem skilgreint er ”miðsvæði“ en í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 segir um miðsvæði:
“ Á miðsvæði Borgarness verði blönduð landnotkun íbúða, þjónustustofnana, verslunar og þjónustu.
Ekki hefur áður verið skilgreint miðsvæði í Borgarnesi. Með tilfærslu í skipulagi á helstu þjónustu og verslun, úr suðvesturenda bæjarins yfir í núverandi staðsetningu á Brúartorgi er talað um að miðbær Borgarness hafi færst til og nú er talað um neðri hluta nessins sem ”gamla miðbæ“. Á skilgreindu miðsvæði Borgarness er verslun, bensínstöðvar, bifreiðaviðgerðir, veitingastaðir, bankastarfsemi og ýmis önnur þjónusta, en þar er einnig leyfilegt að byggja upp íbúðasvæði. Þar sem að nokkru leyti er um þéttingu byggðar í byggðu umhverfi að ræða má reikna með að nýtingarhlutfall geti sum staðar farið upp undir 1,0. Menntaskóli Borgarfjarðar er staðsettur innan miðsvæðisins.
Nýtingarhlutfall miðsvæðis er 0,35-1,0.“
Tillaga að lóðarblaði samþykkt og umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna á fram að málinu.
Lóðin Kveldúlfsgata 2b er 1.749 m2 skv. þjóðskrá og er á svæði sem skilgreint er ”miðsvæði“ en í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 segir um miðsvæði:
“ Á miðsvæði Borgarness verði blönduð landnotkun íbúða, þjónustustofnana, verslunar og þjónustu.
Ekki hefur áður verið skilgreint miðsvæði í Borgarnesi. Með tilfærslu í skipulagi á helstu þjónustu og verslun, úr suðvesturenda bæjarins yfir í núverandi staðsetningu á Brúartorgi er talað um að miðbær Borgarness hafi færst til og nú er talað um neðri hluta nessins sem ”gamla miðbæ“. Á skilgreindu miðsvæði Borgarness er verslun, bensínstöðvar, bifreiðaviðgerðir, veitingastaðir, bankastarfsemi og ýmis önnur þjónusta, en þar er einnig leyfilegt að byggja upp íbúðasvæði. Þar sem að nokkru leyti er um þéttingu byggðar í byggðu umhverfi að ræða má reikna með að nýtingarhlutfall geti sum staðar farið upp undir 1,0. Menntaskóli Borgarfjarðar er staðsettur innan miðsvæðisins.
Nýtingarhlutfall miðsvæðis er 0,35-1,0.“
Tillaga að lóðarblaði samþykkt og umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna á fram að málinu.
16.Umferðarmál í öndvegi
1502039
Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 9 og 12.15 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13.15 til 17.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17.Umsögn sambandsins - tillaga að landsskipulagsstefnu
1502029
Lögð fram umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um tillögu að landsskipulagsstefnu sem send hefur verið til Skipulagsstofnunar. Umsögnin er jafnframt aðgengileg á heimasíðu sambandsins.
Frestur til að koma umsögn sveitarfélagsins á framfæri við Skipulagsstofnun er til 13. febrúar n.k.
Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir við tillögu að landsskipulagsstefnu.
Frestur til að koma umsögn sveitarfélagsins á framfæri við Skipulagsstofnun er til 13. febrúar n.k.
Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir við tillögu að landsskipulagsstefnu.
18.Þursstaðir - byggingarleyfi, aðstöðuhús
1502026
Hinni Lár ehf sækir um að byggja aðstaðahús við Þursstaði 1, lagt er til að byggingaráformin verði grenndarkynnt.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning á að ná til Þursstaða 2.
19.Ytri Skeljabrekka - Deiliskipulag
1404038
Í ljósi þess að deiliskipulagstillaga fyrir stækkun frístundabyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku sem samþykkt var til auglýsingar í ágúst 2014, samrýmist ekki fyllilega gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, leggur nefndin til að sveitarstjórn dragi til baka fyrri afgreiðslu um auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir Ytri-Skeljabrekku. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið.
20.Stefnumótun í hafnamálum við Faxaflóa
1501076
Lagt fram bréf stjórnar Faxaflóahafna dags. 09.01.´15 varðandi stefnumótun í hafnamálum við Faxaflóa. Málið kynnt.
21.Evrópuvika sjálfbærrar orku 15-19. júní 2015
1502045
Evrópuvika sjálfbærrar orku er 15-19. júní nk. en þá skipuleggja aðilar um alla Evrópu sk. orkudaga þar sem vakin er athygli á verkefnum viðkomandi sem tengjast sjálfbærri orku. Lagt fram til kynningar.
22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 100
1502002F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram og kynntar.
Fundi slitið - kl. 11:30.