Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

21. fundur 24. júní 2015 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Jaðar 17 - Skipulagsmál

1406140

Jaðar 9,16,17 og 24 breyting á aðalskipulagi.
Erindinu var frestað á síðasta fundi. Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu samkvæmt 30. grein Skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

2.Langjökull ísgöng - nýtt deiliskipulag

1410001

Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun.
Eftir að augýsingatíma lauk bárust athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Samþykkt var að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar samkvæmt greinargerð dags. 23. júní 2015 sem var lögð fram á fundinum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

3.Langjökull, aðalskipulagsbreyting lýsing

1304009

Athugasemdir frá Skipulagsstofnun lagðar fram
Eftir að augýsingatíma lauk bárust athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Samþykkt var að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar samkvæmt greinargerð dags. 22. júní 2015 sem var lögð fram á fundinum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

4.Skotæfingasvæði í landi Hamars

1501024

Aðalskipulagsbreyting vegna skotæfingarsvæðis í landi Hamars, auglýsingartíma lokið.
Alls bárust 11 athugasemdir frá 56 aðilum. Björk vék af fundi meðan fjallað var um athugasemdirnar. Formanni og sviðsstjóra falið að vinna að málinu fram á næsta fund.

5.Varnargirðing Arnarvatn - Langjökull.

1506049

Samþykkt að greiða helming á móti Húnvetningum af kr. 350.000 + VSK sem er áætlaður viðhaldskostnaður girðingarinnar. Borgarbyggð áskilur sér rétt til að gera endurkröfu á Matvælastofnun vegna kostnaðarins þar sem lögum samkvæmt á hún að greiða viðhald á girðingunni.

6.Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar 2015

1506050

Lagt fram.

7.Kveldúlfsgata, viðhald 2015

1503003

Lagt er til að tekið verði lægsta tilboði. Ljóst er að verkið er stærra en gert er ráð fyrir í áætlunum sveitarfélagsins og þar með þarf verkefnið aukafjárveitingu.

8.Umsagnarbeiðni-rekstrarleyfi Borgarbraut 12-Egils Guesthouse ehf

1506011

Grenndarkynning - Borgarbraut 12
Egils Guesthouse ehf sækir um að breyta notkun á íbúð 235-3970 á Borgarbraut 12. Fyrir liggur samþykki allra eigenda í húsinu.

9.Umsagnarbeiðni-Rekstrarleyfi fyrir Berugötu 16, Blómasetrið

1504069

Grenndarkynningu er lokið.

10.Einkunnir deiliskipulag

1302035

Lýsing.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu að deiliskipulagi fyrir fólkvangurinn Einkunnar til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 29.08.2012. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.