Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

25. fundur 04. nóvember 2015 kl. 08:30 - 11:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Erla Stefánsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Borgarbraut 55, 57 og 59 - breyting á deiliskipulag

1511003

Lagt fram til kynningar, tillaga að breyttri deiliskipulagi.
Sigursteinn Sigurðsson kynnti hugmyndir að skipulagi á lóðunum að Borgarbraut 57 og 59. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta breyta deiliskipulagi við Borgarbraut 55-59 á þann hátt að 55 og 57 verði skildar að en horft verði á skipulag á 57 og 59 í einni heild.

2.Endurskoðun deiliskipulaga í Bjargslandi

1510102

Samþykkt að fyrir næsta fund liggi tillögur að endurskoðun á lóðafyrirkomulagi.

3.Húsafell, þjónustusvæði - breyting á deiliskipulagi

1511005

Tillaga að breyttri deiliskipulagi við þjónustusvæðið í Húsafelli.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Húsafell, verslunar- og þjónustusvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags. 30. október 2015 og felur meðal annars í sér að byggingarreit er bætt inn í skipulagið. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

4.Stuttárbotnar - nýtt deiliskipulag í Húsafelli

1511004

Lýsingu vegna nýtt deiliskipulag lagt fram til kynningar
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag við Stuttárbotna í Húsafelli til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 30. október 2015 og felur meðal annars í sér nýtt skipulag á þegar byggðu sumarbústaðahverfi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

5.Gjaldskrá - gámasvæði

1511001

Lagt fram til kynningar
Hugmynd að gjaldskrá lögð fram.

6.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lagt til að samþykkt um búfjárhald frá 2014 sem ekki hefur hlotið staðfestingu frá ráðuneyti verði breytt í samræmi við athugasemdir frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

7.Fjárhagsáætlun umhverfis-og skipulagssviðs 2016

1510004

Rædd.

8.Ársfundur Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila friðlýstra svæða 2015

1510086

Lagt fram.

9.Snjómokstur í dreifbýli í Borgarbyggð - viðmiðunarreglur

1510082

Samþykkt að fara í viðræður við Vegagerðina að Hálsasveitarvegi nr. 518 verði bætt við í fimm daga þjónustu Vegagerðarinnar í ljósi aukinna umsvifa á svæðinu. Reglurnar samþykktar.

10.Framkvæmdaleyfi - hitaveitulögn í Lundareykjadal, umsókn

1510097

Gullberi ehf sækir um framkvæmdarleyfi fyrir hitaveitulögn í Lundareykjadal
Um er að ræða endurnýjun á eldri lögn. Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi.

11.Stuttárrjóður 3 - byggingarleyfi, frístundahús

1508030

byggingarleyfismál vísað til nefndar vegna greindarkynningu
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðir Stuttárrjóður nr. 1 og 2 og Ferðaþjónustu Húasafelli ehf.

12.Birkiflöt 16 - byggingarleyfi,frístundahús

1510045

Byggingarleyfi vegna frístundahús vísað til nefndar vegna grenndarkynning
Nefndin samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðir Birkiflöt 11, 12, 15 og 17 og Ferðaþjónustu Húsafelli ehf.

13.Björk, byggingarleyfi, girðing

1510005

Nefndin samþykkir framkvæmdina.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 106

1508007F

Samþykkt

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 107

1510003F

Samþykkt

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108

1510006F

Samþykkt

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 109

1510009F

Samþykkt

Fundi slitið - kl. 11:30.