Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Endurskoðun deiliskipulaga í Bjargslandi
1510102
Samþykkt að fara í endurskoðun á deiliskipulaginu Bjargsland II - Svæði I með það fyrir augum að breyta einbýlishúsalóðum í par- og raðhúsalóðir.
2.Mótorsportfélag Borgarfjarðar
1502085
Staðsetning fyrir svæði fyrir Motorsportfélagið á hluta iðnaðarsvæðis við Vallarás rædd. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu og útbúa lýsingu að breytingu aðalskipulags sem nái einnig yfir tún við Kárastaði fyrir opin svæði til sérstakra nota.
3.Skotæfingasvæði í landi Hamars
1501024
Samþykkt að óska eftir lögfræðiáliti um stöðu Borgarbyggðar í málinu.
4.Umsókn um starfsleyfi fyrir Bjarnhóla
1401101
Drög að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Bjarnhólum frá Umhverfisstofnun liggur fyrir. Samþykkt að klára deiliskipulagið fyrir svæðið.
5.Vatnsveita Álftaneshrepps
1511098
Málefni vatnsveitunnar rædd. Vísað til áframhaldandi vinnu hjá umhverfis- og skipulagssviði.
6.Borgarbraut 55, 57 og 59 - breyting á deiliskipulag
1511003
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. desember 2015 og felur meðal annars í sér breytt lóðafyrirkomulag og breytta byggingarskilmála. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
7.Ánabakki 13 úr landi Ánastaða - nýtt deiliskipulag
1512010
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag við Ánabakka 13 úr landi Ánastaða til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. í apríl 2015 og felur meðal annars í sér nýtt skipulag fyrir íbúðarhús og skemma/hesthús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
8.Stuttárrjóður 3 - byggingarleyfi, frístundahús
1508030
Fyrir liggur samþykki frá eiganda af Stuttárrjóðri 1 og 2 ásamt Ferðaþjónustunni Húsafelli.
Samþykkt að veita byggingarleyfi samkvæmt 44. gr skipulagslaga.
Samþykkt að veita byggingarleyfi samkvæmt 44. gr skipulagslaga.
Fundi slitið - kl. 11:00.