Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

27. fundur 13. janúar 2016 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson varaformaður
  • Sigurður Guðmunds aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun

1409192

Framlagt nefndin gerir engar athugasemdir.

2.Refa - og minkaeyðing 2016

1601018

Farið yfir refa-og minkaeyðingu 2016 og lagt til að greiðslur til veiðimanna hækki í samræmi við verðlagsbreytingar.

3.Slökkvilið - bættur búnaður á Bifröst

1601013

Farið yfir tækjamál Slökkviliðsins og fyrirhugaðar breytingar á tækjamálum. Verið er að bæta úr brunavörnum með því að bæta við tankbíl.

4.Sorphirða í Borgarbyggð

1509139

Rætt um sorphirðu í Borgarbyggð einkum um söfnun á rúllubaggaplasti og jarðgerðartunnur í dreifbýli. Ákveðið að skoða betur hvernig staðið er að plastsöfnun í öðrum sveitarfélögum. Stefnt að því að halda íbúafund um sorpmál í dreifbýli í mars.

5.Tilkynning um starfsemi

1601011

Fyrirhuguð starfsemi Arctic protein ehf fellur undir flokk C samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að miðað við framlög gögn Arctic protein ehf þá þurfi ekki að fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

6.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110

1512007F

7.Oddstaðir - bæjarskilti

1601023

Erindinu hafnað.

Fundi slitið - kl. 11:00.