Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

33. fundur 10. maí 2016 kl. 07:30 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Erla Stefánsdóttir varaformaður
  • Unnsteinn Elíasson aðalmaður
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingfulltrúi
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting

1605031

Lýsing af aðalskipulagsbreytingu
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010- 2022. Í breytingunni fellst að gert verði frístundasvæði og íbúðasvæði. Nefndin felur skipulagsfulltrúi að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Málinu vísað til Sveitarstjórn.

2.Jarðlangsstaðir - deiliskipulag, minni háttar breyting

1604103

Minni háttar breyting á deiliskipulagi.
Í breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn 15. október 2008 hafa lóðarmörk við Láguskóga, Stóra-Árás og Mið-Árás færst til. Með breytingu þessari verður þetta lagfært í samvinnu við lóðarhafa og landeigendur. Málið verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum og landeigendum á umræddu svæði.

3.Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði

1401099

Hrafnhildur Tryggvadóttir kom á fundinn og fór yfir tillögu að stefnu um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu og rekstri ferðamannastaða í Borgarbyggð. Farið yfir tillöguna og gerðar breytingar. Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkti stefnu varðandi ferðamannastaði dags. 10.5.2016. Vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

4.Steinholt - nýtt deiliskipulag, frístundabyggð.

1605032

Beiðni um leyfi til að láta deiliskipuleggja
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að leyfa landeiganda að gera nýtt deiliskipulag fyrir 1-3 frístundalóðir í landi Steinholts í gamla Kolbeinsstaðahreppi. Málinu vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

5.Hraunsnef - framkvæmdarleyfi, vegur

1605034

Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna vegar við Hraunsnef. Skipulag er í vinnslu. Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sótt verði um meðmæli Skipulagsstofnunar samkvæmt 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

6.Birkilundur 18 - byggingarleyfi, stækkun frístundahúss

1605035

Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta grenndarkynna stækkun á frístundahúsii við Birkilund 18. Grenndarkynningin nái til Birkilundar 14, 17 og 20.

Fundi slitið - kl. 10:30.