Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

46. fundur 08. febrúar 2017 kl. 08:30 - 08:50 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Þór Þorsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.LAVA-Hótel Varmaland ehf - breyting á aðalskipulagi

1612005

Lögð fram tillaga að breytingu dags. 3. febrúar 2017 á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 - lýsing, breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 á Varmalandi.
Sigurður Friðgeir Friðriksson sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 3. febrúar 2017 og felur í sér að á Varmandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Skúlagata, Borgarnesi - framkvæmdaleyfi vatns - og fráveitu, umsókn.

1701305

Veitur ohf, kt 501213-1870 sækja um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 28. janúar 2017 vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um framkvæmdatíma og framkvæmdahraða frá Veitum ohf.

Fundi slitið - kl. 08:50.