Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

49. fundur 05. apríl 2017 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Helgi Haukur Hauksson aðalmaður
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður
  • Þór Þorsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Syðri Hraundalur - Nýtt deiliskipulag

1611009

Lögð fram tillaga dags. 13.mars.2017 að deiliskipulagi fyrir Syðri-Hraundal 2.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Syðri-Hraundal 2 til auglýsingar. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinagerð dags. 13. mars 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum með byggingarreit fyrir íbúðarhús (1), vinnustofu (2) og hesthús (3) í landi Syðri-Hraundals 2 landnr. 223296. Tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endandlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Grímsstaðir lnr. 134405 - breyting á aðalskipulagi

1703017

Lögð fram tillaga dagsett í mars 2017 að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Móttökustöð sorps við Grímsstaði í Reykholtsdal Borgarbyggð - Lýsing.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Móttökustöð sorps við Grímsstaði í Reyholtsdal til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dagsettri í mars 2017 og felur í sér uppsetningu móttökustöðvar fyrir úrgang við Grímsstaði í Reykholtsdal lnr. 134405. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Miðsvæði Borgarnes - breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022

1609111

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, n.t.t. hvað varðar Miðsvæði M1, var auglýst frá 9. febrúar 2017 til 24. mars 2017 í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Alls bárust 5 athugasemdir við tillöguna.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsendar athugasemdir við tillöguna og tekið afstöðu til þeirra. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022, hvað varðar Miðsvæði M1. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness sem sérgreint er með merkingunni M1. Frá miðsvæði M1 verður skilinn götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr miðsvæðisreitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Samkvæmt tillögunni skal heimilað nýtingarhlutfall á lóðinni Borgarbraut 55 verða 0,58, á Borgarbraut 57 skal heimilað nýtingarhlutfall verða 1,53 og á Borgarbraut 59 skal heimilað nýtingarhlutfall verða 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha en heimilað nýtingarhlutfall þess svæðis skal óbreytt.
Málsmeðferð verði í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. sömu laga. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hefja undibúning að gerð rammaskipulags fyrir Borgarnes meðal annars til að koma til móts við þau sjónarmið sem komið hafa fram um nýtingarhlutföll á miðsvæði Borgarness.

4.Borgarbraut 55 - 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007

1609112

Borgarbraut 55, 57 og 59, tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá 2007, var auglýst frá 9. febrúar 2017 til 24 mars 2017 í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Alls bárust bárust 5 athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsendar athugasemdir vegna tillögunnar og tekið afstöðu til þeirra. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, Borgarnesi, frá árinu 2007. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 30.01.2017. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Skúlagata, Borgarnesi - framkvæmdaleyfi vatns - og fráveitu, umsókn

1701305

Upplýsingar frá Veitum ohf, kt 501213-1870 vegna beiðni framkvæmdaleyfi dags. 28. janúar 2017 vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Veitum ohf framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Nefndin leggur áherslu á að á meðan á þessum framkvæmdum stendur verði opnaður aðgangur til að leggja bílum á malarsvæði milli Brákarsunds og Brákarbrautar. Umhverfis-og skipulagssviði falið að hefja undirbúning að verkefninu.

6.Hreinsunarátak 2017

1703146

Lögð fram tillaga að auglýsingu hreinsunarátaks í Borgarbyggð dagana 18. - 27 apríl 2017.
Hrafnhildur Tryggvadóttir var á fundinum undir þessum lið. Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að farið verði í hreinsunarátak í Borgarbyggð dagana 18. -27.apríl. Gámar fyrir garðaúrgang og almennt sorp verða staðsettir á lóðum stofnana Borgarbyggðar. Umhverfis- og skipulagssviði falið að hefja undirbúning að átaki til að fækka númerislausum bílum.

7.Styrkvegir 2017

1703147

Lögð fram tillaga að umsókn til Vegagerðar um fjármagn til samgöngubóta í Borgarbyggð árið 2017.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða umsókn.

8.Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli - umsögn, beiðni

1703151

Byggðaráð vísaði erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið hvað varðar uppbyggingu á starfsmannaíbúðum á svæðinu sem er skilgreint sem athafnasvæði í aðalskipulagi. Samkvæmt viðauka í viðauka 1 í aðalskipulagi Borgarbyggðar eru skilgreiningar á landnotkunarflokkum samkvæmt skipulagsreglugerð. Í skilgreiningu á athafnasvæði segir: Á athafnasvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði.
Umhverfis-og skipulagssviði falið að vinna áfram að málinu.
Nefndin samþykkir að kalla umsækjanda á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu og framgang málsins.

9.Digranesgata 4 - aths. v. auglýsingar

1703143

Byggðaráð vísaði erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að bregðast sérstakleg við athugasemdum í framlögðu bréfi. Sviðsstjóra umhverfis-og skipulagssviðs falið að svara bréfritara.
Nefndin óskar eftir að teknar verði saman upplýsingar um úthlutaðar lóðir í Borgarbyggð sem ekki hafa verið hafnar framkvæmdir á innan tilskylinna tímamarka samkvæmt vinnureglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða og tilheyrandi lóðarleigusamningum.

10.Loftorka ehf., viðræður um lóð

1703127

Byggðaráð vísaði erindinu til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir því að fá Ólaf Sveinsson stjórnarformann Loftorku ehf á næsta fund nefndarinnar.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 130

1703016F

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 130. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 12:00.