Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

59. fundur 07. febrúar 2018 kl. 08:30 - 09:45 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi: Gamli miðbærinn í Borgarnesi

1708159

Breyting á deiliskipulagi: Gamli miðbærinn í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi: Gamli miðbærinn í Borgarnesi. Tillagan ásamt greinagerð er sett fram á uppdrætti dags.3. nóvember 2017 og tekur til lóðanna Brákarsunds 1,2,3,4,5 og 7, Brákarbrautar 10, leiksvæðis milli Skúlagötu 3,5 og 7 og Brákarsunds 5 og 7, almennings bílastæða við Brákarbraut og svæðis meðfram strandlengju frá Brákarsundi 7 að brú yfir í Brákarey. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. grein Skipulagslaga nr 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Helgavatn, Vatnshlíð deiliskipulagsbreyting

1302032

Breytingu á deiliskipulagi Helgavatn, Vatnshlíð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Helgavatns Vantshlíð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 8. nóvember 2017. Markmið breytinganna er að hnitfesta lóðarmörk, breyta vegum í samræmi við núverandi legu og afmarka byggingarreiti frístundahúsa. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar

3.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Bjargsland - lýsing

1708157

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 - Lýsing - Breyting á landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 - Lýsing - Breyting á landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi í Borgarnesi, til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 20.12.2017 og tekur til breytinga á afmörkun og merkingum landnotkunarsvæða í Bjargslandi II svæði I í Borgarnesi. Í10 minnkar og verður að tveimur aðskildum svæðum, annars vegar íbúðarsvæði vestan við Hrafnaklett með götunum Kvíaholti, Stekkjarholti og Söðulsholti og hins vegar íbúðasvæði austan við Hrafnaklett með götunni Fjólukletti. Svæðið norðan Fjólukletts fær bæði nýja afmörkun og nýja merkingu þe Í12. Reitur Í11 stækkar til vesturs, S2-verslun og þjónustusvæði- stækkar til suðurs og O15 fellur niður sem sérstakt skipulagssvæði og verður hluti af Í12. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Gufuá lnr. 135047 - tilkynning um skógrækt -, ósk um framkvæmdaleyfi

1801093

Sigríður Ævarsdóttir kt 180663-7469 og Benedikt Líndal kt 141255-4609 óska með bréfi dags. 16. janúar 2018 eftir farmkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Gufuár lnr 135047. Vísað til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd af Byggðarráði.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Sigríði Ævarsdóttur og Benedikt Líndal framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á 50-70 ha svæði í landi Gufuár lnr 135047, með fyrirvara um að leitað verði umsagnar Fiskistofu vegna nálægðar við Gufuá. Endalegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010 - 2022 - kynning

1801177

Bréf Skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps dag. 23. janúar 2018 varðandi kynningu á breyitngu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 lagt fram.
Bréf Skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps dag. 23. janúar 2018 um kynningu á breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 ásamt tillögu að breytingunni lagt fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
Ragnar Frank Kristjánsson mætir á fundinn kl. 9:00.

6.Viðhald gatna

1802016

Umræður um viðhald gatna 2018.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar í samvinnu við Veitur ohf að gera úttekt á viðhaldsþörf gatna í Borgarbyggð, kostnaðarmeta úrbætur, og gera áætlun um förgangsröðun verkefna. Kortlagning af tillögu verði lögð fyrir Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd á fund nefndarinnar í mars nk.

7.Into the glacier ehf. - nýtt deiliskipulag

1705199

Uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi Into the glacier ehf dags. 7.2.2018.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti uppfærða tillögu að nýju deiliskipulagi Into the glacier dags. 6.febrúar 2018 sem varðar leiðréttingu á hæðamörkum húss í texta um 45 cm. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 6. febrúar 2018. Hún nær yfir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 við Kaldadalsveg. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveítarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:45.