Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

60. fundur 21. mars 2018 kl. 08:30 - 11:25 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Hótel Borgarnes, kynning

1803123

Einar Ingimarsson kynnti hugmyndir að breytingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Egilsgötu, Bröttugötu, Gunnlaugsgötu og Skúlagötu. Nefndin er samála um að þessari vinnu verði framhaldið.

2.Breyting á deiliskipulagi - Brákarhlíðarreitur

1803124

Einar Ingimarsson kynnti hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Brákarhlíðarreitinn næsta nágrenni hans. Nefndin samþykkir að deiliskipuleggja stærra svæði sem nær einnig yfir Dílahæð, Þórðargötu og Kveldúlfsgötu. Hönnuði falið að vinna áfram að málinu.

3.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Bjargsland - lýsing

1708157

Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi II, í Borgarnesi. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 08.02.2018 og tekur til breytinga á afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11, og verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. göturnar Kvíaholt, Stekkjarholt og Stöðulsholt. Íbúðarsvæði Í11 stækkar til vesturs og svæði fyrir verslun og þjónustu S2 stækkar til suðvesturs, en minnkar jafn mikið á móti í austri. Nýtt íbúðarsvæði Í12 verður til, þ.e. Fjóluklettur og svæðið norðan hans verður skilgreint sem annað íbúðarsvæði. Opið svæði til sérstakra nota O15, þ.e. leiksvæði, er fellt út og óbyggt svæði minnkað. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi - Lýsing

1711131

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 - Lýsing - Breyting á landnotkun.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu fyrir skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 5. desember 2017 og tekur til breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 þ.e. breyta landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í íþróttasvæði ÍÞ. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Málsmeðferð samkvæmt 36. gr.n Skipulagslaga nr. 123/2010. Níu ábendingar bárust sveitarfélaginu og 125 íbúar skrifuðu sig á undirskriftarlista varðandi staðsetningu svæðisins. Flest allar ábendingar vörðuðu staðsetningu skotæfingarsvæðis.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt með 3 atkv. (JEA, GE, MJJ.) gegn 1 (BJ)
Sigurður Friðgeir Friðriksson fer af fundi kl. 10:25

5.Umhverfisátak 2018

1803119

Framlagt minnisblað vegna umhverfisátaks 2018. Aukin áhersla verður lögð á umhirðu grænna svæða, trjáklippingar og grisjun og umhirðu við stofnanir sveitarfélagsins. Unnið verði að umhirðuáætlun og sjálfboðaliðahópum boðið að taka að sér afmörkuð verkefni s.s. að tína fokrusl og hreinsa plast úr fjörum, gegn greiðslu styrks.
Fræðslufundur um trjáklippingar og fjölæringa verður haldinn í Hjálmakletti 11. apríl.

6.Hreinsunarátak í þéttbýli 2018

1803120

Með reynslu undanfarinna ára í huga er lagt til að hreinsunarátak í þéttbýli verði tvískipt; annars vegar í Borgarnesi, dagana 18.-23. apríl og hins vegar í minni þéttbýliskjörnum 25. - 30. apríl.
Borgarnes:
Gámar fyrir gróðurúrgang og tré/trjágreinar verða á eftirtöldum stöðum: Ugluklettur, Klettaborg, Íþróttamiðstöð/Skalló og Grunnskólinn í Borgarnesi. Auk þess verður einn gámur fyrir rusl miðsvæðis fyrir þá sem þurfa að losa sig við rusl utan opnunartíma gámastöðvarinnar.
Aðrir þéttbýliskjarnar: Hvanneyri, Bifröst, Kleppjárnsreykir, Varmaland. Fjórir gámar á hvern stað; Gróðurúrgangur og trjágreinar, járn, timbur og grófur úrgangur.

7.Hreinsunarátak í dreifbýli 2018

1803121

Hreinsunarátak í dreifbýli í byrjun maí. Af fenginni reynslu undanfarinna ára verður það tvískipt; annars vegar 28.maí -6. júní. maí og hins vegar 7. - 15. júní. Járn og timburgámar verða staðsettir á fjórum stöðum í dreifbýlinu á hvoru tímabili fyrir sig. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að tryggja betri þjónustu við losun gáma.

8.Óskráðar bifreiðar og lausamunir

1803122

Farið verður í skipulagt átak við að fjarlægja óskráðar bifreiðar og lausamuni á opnum svæðum og bílastæðum í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands í apríl og maí. Einstaklingar og fyrirtæki verða einnig hvött til að fjarlægja slíka muni af einkalóðum.

9.Stöðuleyfi gáma

1803125

Unnið hefur verið að kortlagningu á lausum gámum sem víða standa á lóðum og landi í sveitarfélaginu. Svo virðist að engir gámar séu með stöðuleyfi í sveitarfélaginu eins og er. Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við gerð gámasvæðis á Sólbakka 29. Nauðsynlegt er að fara í átak í að koma þessu í ásættanlegt horf. Nefndin hvetur umráðamenn gáma og stöðuhýsa til þess að sækja um stöðuleyfi hið fyrsta. Umhverfis - og skipulagssviði falið að vinna minnisblað um aðgerðir og leggja fyrir næsta fund.

10.Sveinatunga lnr. 134822 - framkvæmdaleyfi skógrækt, umsókn

1802004

Nefndin ítrekar bókun síðasta fundar og felur umhverfis - og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 145

1801012F

Fundargerð 145. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundi slitið - kl. 11:25.