Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

61. fundur 11. apríl 2018 kl. 08:30 - 11:55 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Miðnes í Borgarnesi - óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1804036

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Með deiliskipulagstillögunni mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð óveruleg breyting á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Miðnes í Borgarnesi - tillaga að nýju deiliskipulagi

1804037

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag fyrir Miðnes til auglýsingar. Skipulagssvæðið er tæplega 1,5 ha að flatarmáli og markast að vestanverðu af Skúlagötu, að norðanverðu af Gunnlaugsgötu, að austanverðu af Bröttugötu og að sunnanverðu af skipulagsmörkum Gamla miðbæjarins (Vesturnesi, svæði I), sem eru um Egilsgötu.
Á um helmingi skipulagssvæðis eru lóðir Hótel Borgarness og Félagsmiðstöðvarinnar Óðals en að öðru leyti eru á svæðinu 7 íbúðalóðir og eru flest húsin einbýlishús.
Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega enduruppbyggingu. Með skipulaginu er meðal annars heimilað að hækka hluta hótelbyggingar, þ.e. á lóðinni Egilsgötu 14, um eina hæð, úr þremur hæðum í fjórar
Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi - Lýsing

1711131

1711131 - Skotæfingasvæði í landi Hamars - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir þær ábendingar sem bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og ábendingatíma er varðar málið, einnig hefur nefndin farið yfir umsagnir frá lögaðilum. Níu ábendingar bárust sveitarfélaginu og 125 íbúar skrifuðu sig á undirskriftarlista varðandi staðsetningu svæðisins. Flest allar ábendingar vörðuðu staðsetningu skotæfingarsvæðis. Afstaða Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar er óbreytt. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að tillaga breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar er varðar skotæfingasvæði í landi Hamars verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar - Bjargsland - lýsing

1708157

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir umsagnir frá lögaðilum sem bárust sveitarfélaginu er varðar málið, ábendingar frá Skipulagsstofnun hafa verið kynntar og ræddar. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að gera þurfi betri grein fyrir áhrifum breytingarinnar á samfélagið í heild, þróun íbúðaruppbyggingar, verslun og þjónustu í öðrum hverfum, uppbyggingu samfélagsþjónustu og samgöngu/umferð á svæðinu. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og ábendingatíma. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að tillaga breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar er varðar Bjargsland II verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Hringvegur 1 í Borgarnesi - lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1804038

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framtíðarlegu Hringvegar 1 í Borgarnesi, breyting á aðalskipulagi til auglýsingar.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um Borgarnes (hjáleið).

Málsmeðferð verði samkvæmt 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar

6.Fitjar 2 lnr. 187474 - Grenndarkynning byggingarleyfis

1804041

Umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir björgunarsveitarhús á lóðinni Fitjar 2 í Borgarnesi skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar úthlutaði björgunarsveitinni Brák lóð við fitjar 2, þar sem stefnt er að því að reisa byggingu fyrir starfsemi þeirra. Vegna aukinna umsvifa sveitarinnar er þörf á stærra félagshúsnæði og aðstöðu til geymslu á tækjum þar sem félagsstörf, æfingar og flugeldasala geta farið fram. Æskilegt er að staðsetja starfsemina nær helstu vegum, á skjólsælum stað.
Aðkoma innan lóðar er að austanverðu, gömul malarfylling er á stærsta hluta lóðarinnar, þar sem áður fyrr var bíla- og vélarsala. Heimiluð eru bílastæði á sunnan- og austanverðri lóðinni, gengið er inn í bygginguna að sunnanverðu.

7.Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness

1703072

Björk Jóhannsdóttir og Ragnar Frank kynntu hugmyndir vinnuhóps um umhverfi miðsvæðis í Borgarnesi. Verkfræðistofan Verkís hefur útfært niðurstöður hópsins og einnig veitt ráðgjöf varðandi hönnun.
Hönnunartillaga felur í sér staðsetningu gangbrauta, umferðarljósa, gangstétta og annarra atriða sem varða umferðarmál og umferðaröryggi, fjallað er um fjölda bílastæða og staðsetningu þeirra á miðsvæði. Lögð verður áhersla á að göngustígar og gönguleiðir milli þjónustufyrirtækja á svæðinu verði tryggðar. Einnig verður gert ráð fyrir skipulögðum gróðursvæðum og gert verður ráð fyrir lýsingu á svæðinu.

8.Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri - nýtt deiliskipulag

1803091

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir frá Landlínum ehf kynnti hugmyndir að nýju deiliskipulagi á Hvanneyri.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er um 5,7 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Gert er ráð fyrir 21 lóð á svæðinu og eru þær á bilinu 1518 - 2258 m² að stærð. Tvær lóðir eru þegar byggðar þ.e. við Melabraut 6 og 10.

9.Ytri-Skeljabrekka - skipulagsmál

1804043

Sigurbjörg Ósk Axelsdóttir hjá Landlínum kynnir stöðu skipulagsmála fyrir Ytri- Skeljabrekku. Fram kom að fram þurfi að fara ofanflóðamat á svæðinu.

10.Laxeyri, fiskeldisstöð - Starfsleyfi

1804039

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmd í flokki C. Um er að ræða endurnýtt starfsleyfi, framkvæmdin er ekki háð umhverfismati.
Stöðin sér um eldi á laxaseiðum fyrir veiðifélag Ytri rangár. Stöðin hefur starfsleyfi upp að 20 tonnum og er að sækja um Rekstrarleyfi hjá mast. Stöðin framleiðir eingöngu náttúruleg seiði til sleppingar í laxveiði ár. Eftirlit með framleiðslunni hefur verið í höndum Gísla Jónssonar yfirdýralækni fisksjúkdóma á Íslandi og hafa aldrei komið upp sjúkdómar hjá okkur og engin lyf eru notuð við framleiðsluna. Framleiðslugeta er um 200 tonn á ári þannig að stöðin er ekki nýtt til fullnustu. Stöðvarstjóri er menntaður fiskeldisfræðingur með 19 ára reynslu af fiskeldi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

11.Reglur um stöðuleyfi

1804040

Ottó Ólafsson og Hrafnhildur Tryggvadóttir sátu fundinn undir þessum lið - Talið er að hátt í 200 gámar séu án stöðuleyfis í sveitarfélaginu. Samþykkt að fara í átak í innheimtu stöðuleyfagjalda og gefa umráðamönnum kost á því að sækja um stöðuleyfi í framhaldinu.
Reglur um stöðuleyfi lagðar fram og samþykktar.

12.Skipulag snjómoksturs

1802096

Hrafnhildur Tryggvadóttir fór yfir drög að nýjum snjómokstursreglum. Samþykkt að skoða reglurnar betur og taka þær fyrir á næsta fundi.

13.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Hrafnhildur fór yfir vinnu við upplýsingaöflun varðandi söfnun lífræns úrgangs. Henni falið að vinna áfram að málinu.
Nefndin telur mikilvægt að farið verði í söfnun lífræns úrgangs á næstu misserum.

14.Umferðaröryggi í Arnarkletti

1710008

Ragnar Frank kynnti hugmyndir að bættu umferðaröryggi á Arnarkletti. Umhverfis - og skipulagssviði falið að vinna að verkinu m.a. með uppsetningu hraðahindrana, skilta og gangbrauta/stétta.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 146

1803009F

Framlögð 146. fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti en því að lið nr. 15.3 er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:55.