Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

64. fundur 22. júní 2018 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Kristján Finnur Kristjánsson verkefnisstjóri
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
  • Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Lög og reglugerðir - kynning

1806112

Lög og reglur sem um umhverfis - og skipulagssvið gilda kynntar.
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri kynnti helstu reglur og reglugerðir sem nefndin og umhverfis - og skipulagssvið þarf að vinna eftir og taka tillit til í vinnu sinni.

2.Skipulags - og byggingarmál - verkferlar

1806113

Starfsmenn sviðsins lýstu starfi sínu og þeim verkum sem unnið er eftir að á sviðinu.

3.Skallagrímsgarður - stofnun afmælisnefndar

1806114

Formaður bar fram tillögu um að stofnuð verði afmælisnefnd Skallagrímsgarðs þar sem hann verður 90 ára árið 2020. Nefndin leggur til að skipuð verði þriggja manna nefnd og í henni sitji fulltrúi frá kvenfélagi Borgarness, sveitarfélaginu og starfsmaður garðsins. Umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar verði starfsmaður nefndarinnar.

4.Rjúpuflöt 9 - stækkun byggingarreits, umsókn

1806108

Framlögð umsókn Hannesar Bjarka Þorsteinssonar um stækkun byggingarreits lóðarinnar Rjúpuflöt 9.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd heimilar byggingarfulltrúa Borgarbyggðar, að öðrum skilyrðum uppfylltum, að gefa út byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Rjúpuflöt 9 á Hvanneyri, sbr. mgr. 3. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

5.Fundir umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar

1806115

Framlögð tillaga um að fastir fundir umhverfis - skipulags - og landbúnaðarnefndar verði síðasta föstudag í hverjum mánuði og hefjist kl.8:30. Næsti reglulegi fundur nefndarinnar verður síðasta föstudag í ágúst.
Samþykkt samhljóða

6.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 149

1806008F

Fundargerð 149. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram  eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundi slitið - kl. 10:30.