Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Davíð Sigurðsson boðaði forföll.
1.Langárfoss lnr. 135938 - breyting aðalskipulags
1809045
Greinargerð Landvits f.h. landeiganda lögð fram.
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í áform um skógrækt og tilfærslu vegar við íbúðarhúsið á Langárfossi. Varðandi íbúðabyggð (búgarðabyggð), þá samræmist hún ekki gildandi aðalskipulagi. Þar sem um stefnumarkandi ákvörðun er að ræða getur nefndin ekki tekið afstöðu um búgarðabyggð og vísar þeirri umræðu til endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.
2.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022
1809125
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í endurskoðun aðalskipulags á kjörtímabilinu.
3.Söfnun lífræns úrgangs
1804032
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 verði gert ráð fyrir söfnun lífræns úrgangs í öllum þéttbýliskjörnum í Borgarbyggð frá 1. janúar 2019.
4.Skipulag snjómoksturs
1802096
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að viðmiðunarreglur um skipulag snjómoksturs veturinn 2018-2019 verði samþykktar.
5.Refa- og minkaeyðing
1809127
Kynning á fyrirkomulagi refa-og minkaeyðingar í sveitarfélaginu.
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar kynningu á málaflokknum.
6.Umhverfisviðurkenningar 2018
1808173
Rætt um tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2018. Skipuð hefur verið dómnefnd sem fer yfir innsendar tilnefningar.
Viðurkenningarnar verða veittar á Sauðamessu 6. október 2018.
Viðurkenningarnar verða veittar á Sauðamessu 6. október 2018.
7.Fjárhagsáætlun 2019
1806099
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2019.
8.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar - endurskoðun
1808212
Minnisblöð frá sviðsstjórum, þar sem reifaðar eru áherslur og ábendingar inn í umræðuna.
Lagt fram.
9.Egilsgata 6 - 2018 byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
1809143
Helga Halldórsdóttir kt. 020962-7399 f.h. Egils Guesthouse ehf. og eigendur á 2. hæð Sigríður Margrét Guðmundsdóttir kt.060950-2969 og Kjartan Ragnarsson kt.180945-2299 með umsókn dags. 24.september 2018 sækja um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og geymslu á lóð nr 6 við Egilsgötu, í þrjár studioíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð með breytingum, samkv. meðf. teikn. dags.05.02.2013 frá Ragnari Má Ragnarssyni byggingarfr. Akranesi. Ásamt afstöðumynd. Stærðir óbreyttar.
(Eldri umsóknir dags.8. febrúar 2013 og samkv. umsókn dags.20 október 2016)
Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til afgreiðslu.
(Eldri umsóknir dags.8. febrúar 2013 og samkv. umsókn dags.20 október 2016)
Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til afgreiðslu.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta, fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar.
10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 151
1808002F
Fundargerð 151. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 152
1809007F
Fundargerð 152. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundi slitið - kl. 11:30.