Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

74. fundur 13. febrúar 2019 kl. 08:30 - 09:45 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Urðarfellsvirkjun (Giljaböð), breytingar á deiliskipulagi.

1902035

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III til auglýsingar. Innan deiliskipulagssvæðis á lóðinni Sjónarhóll, er fyrirhugað að útbúa náttúruböð ásamt göngustígum, bílastæðum og þjónustubyggingum og vegi fyrir aðföng. Vatni sem er veitt í náttúrulaugar kemur úr borholu sem er austan við Hringsgil. Engar breytingar eru gerðar á virkjun, einungis er verið að breyta hluta skipulagssvæðis og lagt er upp með að rask verði í lágmarki. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Borgarbraut 55-59 - breyting á deiliskipulagi.

1811143

Davíð víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59. Markmið breytinganna er að sameina lóðir 57-59 í eina lóð m.t.t. eignaskiptasamninga. Einnig að leyfa útakstur frá bílaplani lóðar nr. 57-59 að Kveldúlfsgötu um skábraut, þar sem vinstri beygja verði bönnuð þegar ekið út á Kveldúlfsgötu. Innakstur verður eftir sem áður bannaður frá Kveldúlfsgötu. Engin breyting verður gerð á byggingamagni lóðanna þar sem lóðirnar eru þegar fullbyggðar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsenda athugasemd vegna tillögunnar og tekið afstöðu til hennar, einnig komið til móts við athugasemd, einnig hefur verið tekið tillit til ábendinga frá umsagnaraðilum. Málsmeðferð verði skv. 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Lausar lóðir í Borgarbyggð

1808178

Lagt var fram minnisblað varðandi lausar lóðir í Borgarbyggð.
Staða á úthlutuðum lóðum 13. febrúar 2019:
Hvanneyri: Úhlutaðar lóðir fjórar og engar framkvæmdir eru hafnar á lóðunum. Einni lóð var úthlutað 2018 þar sem búið er að reisa hús.
Borgarnes: Úthlutaðar lóðir eru sjö. Í byggingu eru 28 íbúðir í fjölbýli.
Í Bjargslandi er hægt að útdeila á miðju ári 2019: 18 par/raðhúsalóðum og 9 einbýlishúsalóðum. Hægt er að úthluta 2 fjölbýlishúsalóðum, enda hefur deiliskipulagið fengið fullnaðar afgreiðslu 13.febrúar í Stjórnartíðindum. Gatnagerð er ekki hafin við Fífuklett, en gera má ráð fyrir að gatan verði tilbúin sumarið 2019.

Davíð Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður óskaði eftir því 10. janúar s.l. að fá stöðu á úthlutuðum lóðum í sveitarfélaginu. Í því minnisblaði sem hér er lagt fram vantar allar upplýsingar um það hvenær lóðum var úthlutað og hver staðan er á framkvæmdum. Undirritaður leggur því hér fram aðra beiðni og óskar nú eftir því að fá upplýsingar um hvaða lóðum var úthlutað 2016 ? 2018, hvort búið sé að greiða fyrir þær, og hvort vinnureglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða hafi verið framfylgt."


4.Endurskoðun á deiliskipulagi athafnasvæða norðan við Sólbakka og Vallarás

1902037

Í gildandi deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Sólbakka og Vallarási eru m.a. skilgreindar lóðir sem eru stórar og henta illa fyrir minni fyrirtæki. Eftirspurn eftir minni athafnalóðum hefur aukist og kallar það á skipulagsbreytingar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja vinna við endurskipulagningu fyrir svæðið, með þessi sjónarmið í huga.

Fundi slitið - kl. 09:45.