Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

75. fundur 06. mars 2019 kl. 08:30 - 10:48 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gatnagerð í Bjargslandi

1902099

Byggðarráð fjallaði um málið á 480. fundi sínum þann 22.2.2019 og vísaði erindinu til frekari umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febr. 2019, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar í Bjargslandi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að farið verði í gatnagerð við Birkiklett og leggur jafnframt til að farið verði í nýja vegtengingu við Fjóluklett og Hrafnaklett skv. nýsamþykktu deiliskipulagi.

2.Endurheimt Hítarár í eldri farveg

1812125

Skipulagsstofnun hefur fjallað um erindi Veiðifélags Hítarár og telur að fyrirhugaðar framkvæmdir falli undir tl. 1.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, Vatnsstjórnunarframkvæmdir vegna landbúnaðar, þ.m.t. áveitu- og framræsluframkvæmdir, sem hafa áhrif á 3 ha. svæði eða stærra eða á verndarsvæðum. Framkvæmdirnar eru því tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar skv.6. gr. laganna.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar kynnt en hún felur í sér að um sé að ræða framkvæmd sem er tilkynningarskyld til Skipulagsstofunnar til ákvörðunar um matsskyldu skv. tl. 1.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisháhrifum. Í slíkum tilvikum þarf framkvæmdaraðili að útbúa greinargerð um framkvæmdina og senda Skipulagsstofnun sem sendir erindið til ýmissa stofnana til umsagnar (s.s. NÍ, UST, Hafró, Landgræðslu, Veðurstofu og annarra hlutaðeigandi aðila).
Skipulagsstofun tekur síðan ákvörðun eftir 1-2 mánuði frá því að henni berst erindið, hvort að fyrirhuguð framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Ef niðurstaðan er sú að hún skuli háð mati þá tekur við a.m.k. árs ferli en ef niðurstaðan verður sú að framkvæmdin þurfi ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum kemur til kasta sveitarstjórnar að gefa út framkvæmdaleyfi ef það er vilji hennar, Fiskistofu, vegna leyfis skv. lax- og silungslögum og væntanlega Orkustofnunar vegna leyfis skv. vatnalögum.

3.Göngu- og hjólreiðastígur um Borgarfjarðarbrú

1410047

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að ljúka hönnun á göngu- og hjólreiðastíg um Borgarfjarðarbrú og hefja framkvæmdir sem fyrst. Jafnframt telur nefndin að mikilvægt sé að huga að lýsingu á göngu- og hjólreiðastíg á brúnni. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að senda erindi til Vegagerðarinnar.

4.Borgarbraut - Öryggi gangandi og hjólandi.

1902163

Umhverfis-, skipulags, og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að móta framtíðarsýn varðandi öryggi göngu- og hjólreiðafólks við Borgarbraut frá Hyrnutorgi að Brákarey.

5.Brákarey - ástand húsa

1902165

Umhverfis- og skipulagssvið lagði fram skýrslu sem unnin var af Einari Ingimarssyni atkitekt. Skýrslan fjallar um ástand húsa í Brákarey.
Íbúafundur varðandi framtíðarsýn í Brákarey verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi í lok mars.

6.Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri - umferðaröryggi

1902162

Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að umferðaröryggi verði bætt á Borgarfjarðarbraut frá Seleyri að Hvanneyri. Jafnframt leggur nefndin til að settir verði upp vindmælar á Borgarfjarðarbraut. Umhverfis- og skipulagssviði falið að senda Vegagerðinni erindi varðandi málið.

7.Hraunsnef, breyting á aðalskipulagi

1902167

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er varðar Hraunsnef í Norðurárdal, verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með opnu húsi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi.

8.Þursstaðir landnr. 135192 - Skógrækt, framkvæmdaleyfi.

1901150

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Þursstöðum.

9.Fossatún - lýsing á breytingu á Aðalskipulagi borgarbyggðar 2010-2022

1811099

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Fossatún. Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því svæði sem var tjaldsvæði, en sú þjónusta hefur verið lögð niður. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli, tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum við gerð tillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

10.Litla Brekka, óveruleg breyting á deiliskipulagi

1902166

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu-Brekku í Borgarbyggð til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti. Í breytingartillögu er lóð nr. 02 stækkuð og færð til. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 - 2022. Nefndin leggur til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi landareigna. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Egilsgata 6 - 2018 byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn

1809143

Lagðar fram athugasemdir vegna grenndarkynningar og svör byggingarfulltrúa við þeim.
Umhverfis- skipulags - og landbúnaðarnefnd telur svörin fullnægjandi og leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði gefið út fyrir Egilsgötu 6.

12.Erindi Ikan ehf dags 24.02.'19

1902146

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd fjallaði um erindið og áréttar að umsögn um rekstrarleyfi er ekki á verksviði nefndarinnar.

13.Urriðaá, breyting á deiliskipulagi

1903004

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Urriðaá í Borgarbyggð til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti. Breytingin varðar deiliskipulagsuppdrátt. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulags. Breyting á deiliskipulagi Urriðaá, frístundabyggð tekur til færslu á lóðarmörkum Brókarstígs 11 og 13, ásamt byggingarreitum þeirra. Lóðarmörk eru hliðruð 20 m frá hnitapunkt 38 til norðausturs. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Ástæða fyrir færslu lóðamarka er að fyrirhuguð staðsetning byggingar á Brókarstíg 11 var ekki innan byggingarreits. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Sólbakki athafnarsvæði, breyting á Deiliskipulagi

1903005

Lögð voru fram drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarnesi, athafnasvæði.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lýst vel á framkomin drög og felur starfsmönnum sviðsins að vinna áfram að frekari útfærslu.

Fundi slitið - kl. 10:48.