Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Skotæfingasvæði í landi Hamars - Aðalskipulagsbreyting
1805051
Umsagnir lögbundinna umsagnaraðila voru lagðar fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.
2.Skotæfingasvæði í landi Hamars - Deiliskipulag
1805052
Umsagnir lögbundinna umsagnaraðila voru lagðar fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.
3.Brákarbraut 27 lnr. 191759 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging
1903172
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta, fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar.
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr. Skipulagslaga nr. 123/2010, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar.
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr. Skipulagslaga nr. 123/2010, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar.
Fundi slitið - kl. 08:50.