Fara í efni

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd

78. fundur 03. maí 2019 kl. 08:30 - 11:50 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður
  • Logi Sigurðsson varaformaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hreinsunarátak í dreifbýli, vor 2019

1904148

Tillaga að dags- og staðsetningum fyrir hreinsunarátak í dreifbýli.
3.- 21. júní.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í dreifbýli verði dagana 3.- 21. júní.

2.Áform um aukningu urðunar í Fíflholtum

1904147

Logi Sigurðsson mætir á fundinn.
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands og Stefán Gíslason,framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice sátu fundinn undir þessum lið. Hrefna kynnti áform SV um stækkun urðunarstaðarins í Fíflholtum.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að auka samtal milli sveitarfélaga á Vesturlandi um framtíðarsýn í úrgangsmálum. Nefndin telur mikilvægt að vinna áfram að framtíðarlausn í söfnun lífræns úrgangs.

3.Sorpurðun í Fíflholti - ályktun

1904054

Ályktun Aðalfundar Búnaðarfélags Mýramanna lögð fram.
Lagt fram.

4.Geitland- sóknarfæri í uppbyggingu innviða

1904082

Lögð fram greinargerð Into the glacier um möguleg sóknarfæri í uppbyggingu í Geitlandi.
Lagt fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd fagnar þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Geitlandi og minnir á hlutverk Umhverfisstofnunar í umsjón friðlandsins. Mikilvægt er að Sjálfseignarstofnun um Geitland sé höfð með í ráðum um alla uppbyggingu á svæðinu.

5.Ytri Skeljabrekka - aðalskipulagsbreyting

1511002

Sigurbjörg Áskelsdóttir frá Landlínum kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag fyrir Ytri - Skeljabrekku.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar góða kynningu. Nefndin felur umhverfis-og skipulagssviði að vinna áfram að málinu í samvinnu við landeigendur.

6.Bæjargil lnr.221570 - umsókn byggingarleyfi, legsteinaskáli

1901130

Vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn.
Umhverfis- og skipulagssvið hefur kynnt fyrirhugaða framkvæmd fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. grenndarkynningu dags. 27.02.2019, en málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Af þeim fimmtán aðilum sem Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd mat sem svo að ættu hagsmuni í málinu, og sem fengu grenndarkynningu senda, gerðu fjórtán ekki athugasemd við að hið kynnta byggingarleyfi verði veitt. Einn aðili gerði athugasemdir við grenndarkynningu og var erindi hans þar um lagt fram á fundinum ásamt svarbréfi. Nefndin áréttar að aðeins er verið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi fyrir umræddan legsteinaskála en ekki önnur mannvirki eða framkvæmdir á lóð umsækjanda. Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar efnislegar breytingar á kynntum gögnum og að samþykkja umrætt byggingarleyfi. Sveitarstjórn sendir þeim aðila sem gerði athugasemd, umsögn um hana ásamt niðurstöðu.

7.Hamrar Reykholtsdal, framkvæmdarleyfi skógrækt

1904133

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Hömrum í Reykholtsdal.

8.Litlu-Tunguskógur - tillaga að breytingu að deiliskipulagi

1812123

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg í Húsafelli. Í skipulagstillögunni eru 21 frístundahúsalóð ásamt lóð undir dæluhús. Lóðirnar eru breytilegar að stærð allt frá 2.861 m² upp í 7.226 m². Með tilkomu deiliskipulagsins stækkar núverandi frístundahúsa svæði og er sú stækkun í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar. Búið er að velja hverju húsi byggingarreit sem fellur best að landi og orsakar sem minnsta röskun á gróðri. Með tilkomu nýs frístundasvæðis fylgir ruðningur á hluta af birkiskógi svæðisins, tæpur 1 hektari að stærð, en ruðningur verður í götustæðum og innan byggingarreits. Í samráði við Skógræktina er gert ráð fyrir jafn stóru svæði til mótvægisaðgerða. Umsagnir frá lögaðilum voru lagðar fram og telur nefndin að komið hafi verið á móts við athugasemdir m.a. með mótvægisaðgerðum sem einnig voru lagðar fram. Nefndin áréttar að tiltekið svæði hafi verði skilgreint sem frístundahúsa svæði í aðalskipulagi. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Iðunnarstaðir breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1811097

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Iðunnarstaði í Lundarreykjadal. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Iðunnarstaða úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha. svæðis, verslun- og þjónustusvæði verði 1, 6 ha. og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Nýtingarhlutfall fyrir verslunar- og þjónustusvæðis reitinn verði 0,18. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Kárastaðir, breytinga á aðalskipulagi

1904134

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Kárastaði í Borgarbyggð. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þ.e. breyta landnotkun svæðis í landi Kárastaða úr landbúnaðarlandi í athafnasvæði. Breytingin mun taka til 2,4 ha svæðis, þannig að athafnasvæði (A2) stækkar sem því nemur. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að stækka lóð fyrirtækjanna Loftorku og Borgarverks. Svæðið er norðan við Loftorku og norðvestan við Borgarverk. Með fyrirhugaðri breytingu mun þéttbýlismörk Borgarness stækka, sem nemur umræddu svæði. Svæðið afmarkast af athafnsvæði (A2) (Sólbakki) að austanverðu, iðnaðarsvæði (I1) að sunnanverðu og landbúnaðarlandi að norðan- og vestanverðu. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturlandsvegi og um heimreið að gamla bænum á Kárastöðum sem nefnist nú Kárastaðaland. Á Kárastaðalandi er stundaður frístundabúskapur. Þar er íbúðarhús og hús fyrir frístundabúskap. Nokkrar fornminjar eru á svæðinu. Málsmeðferð verður samkvæmt 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Sólbakki athafnarsvæði, breyting á Deiliskipulagi

1903005

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Sólbakka í Borgarnesi. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Sólbakka. Deiliskipulagið tók gildi 5. mars 2001. Athafnasvæðið (A2) nefnist í daglegu tali Sólbakki norður. Ástæður breytinga er þörf á að bæta aðstæður gáma- og móttökustöðvar og að eftirspurn er eftir minni athafnalóðum en gert var ráð fyrir á athafnasvæðinu í Borgarnesi. Sveitarstjórn ætlar að bregðast við þessum vanda með því að skipta tveimur óbyggðum lóðum, nr. 24 og 26, upp í fjórar lóðir; 24a, 24b, 26a og 26b. Nýtingarhlutfall lóða verður hámark 0,2. Ekki verða gerðar breytingar á öðrum lóðum. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010

12.Deiliskipulag fyrir Dílatanga- lýsing

1904169

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lýsingu á skipulagsverkefni fyrir Dílatanga í Borgarnesi til auglýsingar. Fyrirhugað er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir fyrir göturnar Kveldúlfsgötu, Þórðargötu, Dílahæð, Ánahlíð og nokkrar lóðir við Borgarbraut, sem eru á sama svæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A, þar sem eru hjúkrunarheimili, heilsugæsla og íbúðarhús fyrir aldraða, sem var samþykkt í sveitarstjórn árið 2006. Að öðru leyti hefur ekki verið til fyrir svæðið deiliskipulag í því formi sem lög og reglur gera nú ráð fyrir og því var talið nauðsynlegt að ráðast í þetta verkefni. Í nýju deiliskipulagi er fyrst og fremst verið að staðfesta núverandi skipulag lóða og byggðarinnar sem risið hefur. Skoða á hvort mögulegt er að bæta við byggingarlóðum og jafnframt þarf að lagfæra lóðamörk í kringum hjúkrunarheimili og heilsugæslu. Gert er ráð fyrir nýjum stígum, meðal annars meðfram strönd, og tengingum við núverandi stígakerfi. Málsmeðferð verður samkvæmt 40. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Ósk um deiliskipulag fyrir Borgarbraut 61 og Kveldúlfsgötu 2b

1904145

Unnið er að lýsingu á deiliskipulagi fyrir Dílatanga, sem nær yfir Borgarbraut 61 og Kveldúlfsgötu 2b.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að svæðið sé skipulagt í heild sinni. Lóðarhafar hafa tækifæri til að koma með óskir og ábendingar í lýsingarferli.

14.Deiliskipulag Borgarvogur- lýsing

1904170

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lýsingu á skipulagsverkefni fyrir Borgarvog í Borgarnesi til auglýsingar. Fyrirhugað er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Borgarnesi ásamt Þorsteinsgötu, Kjartansgötu, Skallagrímsgötu og hluta Borgarbrautar. Ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi á stærstum hluta svæðisins þó svæðið sé í raun fullbyggt. Í deiliskipulaginu verður gert ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið á fyllingu norðan við núverandi hús. Skoða á hvort mögulegt sé að staðsetja nýjan leikskóla innan skipulagssvæðisins. Einnig er gert ráð fyrir nýjum stígum og tengingum við núverandi stígakerfi. Hluti af stígakerfinu er mögulega fylling undir stíg í smá vík við enda Kjartansgötu sem myndi tengjast við íþróttasvæðið. Innan svæðisins er hugsanlegt flóðasvæði sem miðast við svæði sem er í 0-5 metra hæð yfir sjávarmáli og þarf að taka tillit til þess í skipulaginu. Málsmeðferð verður samkvæmt 40. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Bifröst, breyting á deiliskipulagi

1904171

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Bifröst. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóðar fyrrum stúdentagarðsbyggingarinnar Hamragarðs sem nú er hótel og lóðar þar sem verslun var áður. Ný viðbótarlóð kemur á núverandi aðkomu 2341, sem tengir lóðirnar tvær saman, en hluti af eldri lóð fyrir kennarabústað sem minnkar um 45m² sameinast viðbótarlóð. Heildarstærð nýrrar lóðar er 2.369m². Heimilt er að byggja tengibyggingu á einni hæð að hámarki 125m². Hámarks nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,5. Tengibygging er á milli Hamragarðs og fyrrum verslunarbyggingar, sem mun hýsa móttöku og sali. Hönnun nýbyggingarinnar skal taka tillit til og mið af viðkvæmu umhverfinu og útlit byggingarinnar skal samrýmt öðrum byggingum á nýrri sameinaðri lóð. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðkomuvegi í framhaldi af Víðihrauni, norðaustur af leikskóla, sem tengir norðurbyggð við háskólasvæðið. Vesturhluti vegar er að hluta til á lóð leikskólans. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar

1807091

Drög að húsnæðisáætlun Borgarbyggðar lögð fram.
Lagt fram.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að fyrir liggi drög að húsnæðisáætlun Borgarbyggðar, enda um gagnlegar upplýsingar að ræða sem nýtast í ýmsum verkefnum sveitarfélagsins.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 158

1904010F

Fundargerð 158. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:50.