Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Sigurður Guðmundsson tók þátt í störfum fundarins í gegn um síma.
1.Hreinsunarátak í dreifbýli, vor 2019
1904148
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að gámum fyrir grófan úrgang, málma og timburúrgang verði komið fyrir sem hér segir:
3. júní - 11. júní: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir, Síðumúli og Lundar
13. júní - 21. júní: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá, Högnastaðir og Hvanneyri
3. júní - 11. júní: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir, Síðumúli og Lundar
13. júní - 21. júní: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá, Högnastaðir og Hvanneyri
2.Birkilundur 14 lnr. 177225 - Umsókn um byggingarleyfi, gestahús
1903076
Vísað til nefndarinnar afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 158.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitastjórn veiti byggingarfulltrúa leyfi til þess að gefa út byggingarleyfi fyrir gestahús við Birkilund 14, lnr. 177225. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið kynnt fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta, málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Miðnes í Borgarnesi tillaga að breytingu á aðalskipulagi
1808175
Lagðar voru fram umsagnir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands er varðar mál, fyrrgreindir umagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við breytingu. Umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að óskað verði eftir við Skipulagsstofnun að Breyting á Aðalskipulagi 2010-2022 fyrir Miðnes verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundi slitið - kl. 17:30.