Byggingarmál
Starfssvið byggingarfulltrúa og embættis hans er skilgreint í II. kafla laga um mannvirki nr. 160/2010 og í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Samkvæmt 9. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 er óheimilt að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi skal send byggingarfulltrúa í gegnum rafræna þjónustugátt sveitarfélagsins ásamt hönnunargögnum og öðrum nauðsynlegum gögnum, þ.m.t. tilkynningu um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins og samþykki meðeigenda samkvæmt ákvæðum laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
Almennt í samskiptum byggingarfulltrúa og aðila sem koma að byggingarframkvæmdum eru eftirfarandi gögn höfð að leiðarljósi:
- Mannvirkjalög nr. 160/2010
- Byggingarreglugerð nr. 112/2012 (Uppfærð 25. nóvember 2021)
- Deiliskipulagsskilmálar viðkomandi svæðis (Sjá Kortasjá á www.map.is/borgarbyggd, haka við skipulag - deiliskipulag)
Embætti byggingarfulltrúa sér um afgreiðslu nýrra umsókna, framkvæmd stöðu-, öryggis- og lokaúttekta, skráningu í Þjóðskrá Íslands, staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingum og umsagnir vegna rekstrarleyfa.
Í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi er móttaka á teikningum og séruppdráttum. Utan opnunartíma er hægt að skila teikningum og gögnum í hólf við inngang hússins.
Tilkynningar um byggingarstjóra og iðnmeistara fara fram í gegnum rafræna þjónustugátt (leiðbeiningar-PDF).
Byggingastjórar sjá nú um áfangaúttektir byggingaframkvæmda í gegnum rafrænar þjónustugáttir og tilkynna þær inn til embættisins. Úttektir eru framkvæmdar með smáforriti/appi (leiðbeiningar).
Reynt er eftir bestu getu að leiðbeina og veita upplýsingar um það sem tengist byggingarmálum.