Úttektir (app - leiðbeiningar)
Frá 1. janúar 2019 skulu byggingarstjórar framkvæma áfangaúttektir og skila niðurstöðum þeirra í byggingargátt. Hægt er að skila upplýsingunum með Úttektaforriti Mannvirkjastofnunar eða öðru sambærilegu forriti sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar.
Byggingarstjórar skulu tilkynna fyrirhugaðar áfangaúttektir með a.m.k. 4 klst. fyrirvara.
FYRIR BYGGINGARSTJÓRA VEGNA EIGIN ÚTTEKTA MEÐ APPI:
Tvær leiðir eru í boði:
LEIÐ 1: SMÁFORRIT (APP) ONESYSTEM
- Fyrir Apple kerfi, einungis IPad (eins og er), skal nota úttektarapp OneSystems.
- Senda skal inn umsókn um aðgang að smáforritinu (appinu) í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins.
- Farið inn á heimasíðu Borgarbyggðar.
- Smellið á þjónustugátt efst hægra megin á forsíðunni.
- Innskráning með rafrænum skilríkjum/Íslykli.
- Efst í hægra horni er smellt á Umsóknir.
- Farið í kafla 09 – Byggingarstjóri -App fyrir úttektir – umsókn um aðgang að OneApp.
- Fyllið út viðeigandi upplýsingar og sendið umsókn.
- Þá er hægt að fara í AppStore og sækja OneApp3.
- Byggingarstjóri sér hvaða mál hann er skráður á hjá embættinu og getur skráð úttektir á þau mál.
Ítarlegar leiðbeiningar um notkun á appinu má nálgast hér að neðan;
HANDBÓK FYRIR BYGGINGARSTJÓRA frá OneSystem (Uppfærð 5. október 2020)
LEIÐ 2: SMÁFORRITIÐ (APPIÐ) „MVS BYGGINGAR ÚTTEKT“
- Fyrir Android kerfi (eins og er), skal nota úttektarapp frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Uppfylla þarf eftirfarandi fyrir stofnun notanda og notkun á úttektarforritinu:
- Hafa handtækt snjallsíma eða spjaldtölvu með Android stýrikerfi
- Eiga aðgang hjá island.is, þ.e. Íslykil eða vera með rafræn skilríki á síma
- Eiga aðgang hjá Google, þ.e. gmail reikning fyrir aðgang að Playstore hjá Google
- Byggingarstjóri stofnar sig sem notanda á https://www.minarsidur.mvs.is með rafrænum skilríkum.
- Farið er inn í PlayStore og smáforritinu „MVS Byggingar Úttekt“ er hlaðið niður. Gæta skal þess að a.m.k. 20 Mb sé til staðar í innri geymslu tækisins. Til að hægt sé að hlaða smáforritinu niður er nauðsynlegt að vera innskráður sem notandi hjá Google í gegnum gmail netfang.
- Hafa skal samband við embættið til að fá staðfest að byggingarmál sé komið inn í gáttina og tilbúið fyrir úttektir byggingarstjóra.
- Leiðbeiningar um notkun forritsins má nálgast á heimasíðu HMS.