Félagsþjónusta
Borgarbyggð veitir fjölbreytta félagsþjónustu fyrir íbúa sína. Hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúa á grundvelli samhjálpar eins og kveðið er á um í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Með skipulagðri félagsþjónustu er lögð áhersla á að réttur íbúa sé alltaf ljós og einstaklingum ekki mismunað. Þjónustan er opin öllum íbúum.
Eins og lögin gera ráð fyrir er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar, bæði með ráðgjöf og öðrum viðeigandi stuðningi. Meðal annars er um að ræða almenna félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál, málefni aldraðra, félagsleg heimaþjónusta og málefni fatlaðra. Málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla samkvæmt barnaverndarlögum.