Fara í efni

Móttaka flóttafólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að leigja húsnæði af Háskólanum á Bifröst fyrir móttökustöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu þar sem fólk mun dvelja í allt að 12 vikur á meðan varanlegra búsetuúrræði er fundið. 

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar skipuleggur móttöku í samráði við stýrihóp, sem hefur verið að störfum undanfarnar vikur. Í stýrihópnum eru aðilar frá Borgarbyggð, Háskólanum á Bifröst, Rauða Krossinum og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. 

Hér fyrir neðan má finna algengar spurningar tengt verkefninu og móttökunni.

Vakin er athygli á því að þetta vefsvæði er síbreytilegt og munu upplýsingarnar uppfærast jafnóðum.

Hvert get ég komið með húsgöng og húsbúnað?

Háskólinn á Bifröst sér um innanstokksmundi, það er allt sem lýtur að húsnæði og húsbúnaði. Dæmi um slíkt er til að mynda eldhúsáhöld, sængur og sængurfagnaði. Þau sem hafa hug á að svara kalli um innanstokksmuni eru beðin um að senda tölvupóst á ukraina@bifrost.is með upplýsingum um nafn, símanúmer og það sem gefa á til verkefnisins. 

Hvert get ég komið með föt?

Rauði Kross Íslands ætlar að sjá um fatasöfnunina. Nánari upplýsingar koma síðar.

Hvert get ég komið með dót, afreyingu, skrautmuni og þess háttar?

Borgarbyggð ætlar að taka á móti slíkum hlutum og verður móttökustöð á 1. hæð á Digranesgötu 2.

Hvað vantar helst núna fyrir verkefnið?

Það sem helst er óskað eftir er eftirfarandi;

Mottur, púðar, teppi, gerviblóm, kertastjakar, kerti, lampar, blómavasar, krukkur, körfur, geymslubox, speglar, myndir á veggi, klukkur á veggi og fleira í þeim dúr. Einnig er enn vöntun á náttborðum.

Fyrir börnin í hópnum er óskað eftir leikföngum fyrir alla aldurshópa, spilum, púslum, myndabókum, föndurdóti, boltum, útidóti og öðru sem leynist í geymslunni.

Fyrir afþreyingu unglinganna og fullorðna fólksins er óskað eftir púsluspilum, fullorðins litabókum, litum, hannyrðadóti, föndurdóti, bókum á ensku, rússnesku og úkraínsku.

Hvernig get ég boðið fram aðstoð mína?

Þú getur gerst sjálfboðalíði hjá Rauða Krossinum. Er það gert hér.

Hver er tengiliður sveitarfélagsins í þessu verkefni?

Heiðrún Helga Bjarnadóttir hefur verið ráðin til þess að halda utan um verkefni. Netfangið hennar er ukraina@borgarbyggd.is.

Getur þú gengið í bakvarðasveitina?

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur leita nú til fólks sem talar úkraínsku og/eða rússnesku, til mynda bakvarðasveit sem ætluð er til tímabundinnar aðstoðar vegna fjölda einstaklinga sem eru að flýja stríðsátökin í Úkraínu.

Óskað er liðsinnis fólks sem menntað er á sviði heilbrigðis-, félags eða menntavísinda auk almennra starfsmanna. Bakvarðasveitin nær til fjölbreyttra starfa bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Útbúið hefur verið rafrænt skráningarform þar sem fólki gefst kostur á að skrá sig. Um er að ræða tímavinnu, hlutastarf eða fullt starf, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Laun verða greidd af viðkomandi stofnun eða sveitarfélagi, í samræmi við gildandi kjarasamninga eða stofnanasamninga eftir því sem við á.

Sækja um hér

Bakvarðasveitin mun sinna fjölbreyttum störfum tengdum þjónustu við fólk á flótta frá Úkraínu. Dæmi um starf getur verið túlkun í viðtölum, ráðgjöf, kennsla eða aðstoð á heilbrigðissviði.

Nánari upplýsingar um ráðningarfyrirkomulag:

  • Tímabil: Leitað er að fólki sem getur skuldbundið sig í allt að tvo mánuði.
  • Laun: Laun taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og þess sveitarfélags eða stofnunar sem um ræðir hverju sinni.
  • Réttindi þeirra sem ráða sig til starfa: Orlofsréttindi verða greidd jafnóðum. Veikindaréttur starfsfólks sem ráðið er í tímavinnu eða skemur en tvo mánuði er í samræmi við ákvæði viðeigandi kjarasamninga.
  • Hvernig verður staðið að ráðningum: Þær stofnanir eða sveitarfélög sem óska eftir að ráða starfsfólk úr bakvarðarsveitinni nálgast upplýsingar um liðsauka hjá Fjölmenningarsetri. Stofnanir munu sjálfar hafa samband við bakverði og ráðningarsambandið verður á milli einstaklingsins og viðeigandi stofnunar eða sveitarfélags eftir því sem við á hverju sinni.

Athugið: Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gilt dvalar- og atvinnuleyfi.

Til að fá frekari upplýsingar um þetta ferli má hafa samband í gegnum ukraina@mcc.is.

 

 

 

 

Síðast uppfært 1. apríl 2022.