Fara í efni

Framkvæmdir og samgöngur

vegakerfi

Borgarbyggð er sjötta stærsta sveitarfélag landsins. Búsetan dreifist um stærstan hluta þess. Framkvæmdir á vegum Borgarbyggðar heyra undir umhverfis- og skipulagssvið. Undir það falla bæði framkvæmdir við fasteignir svo og nýframkvæmdir og viðhald gatna í þéttbýli.  Stærstur hluti vegakerfis í sveitarfélaginu er aftur á móti á vegum Vegagerðarinnar. Það á bæði við við um stofnbrautir og þjóðvegi.  

Stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins um þessar mundir eru endurbygging og stækkun Grunnskólans í Borgarnesi, ljósleiðaravæðing sveitarfélagsins og bygging leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnreykjum. 

Borgarnes tengist almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins með leið strætisvagns sem liggur gegnum Akranes. Einnig eru almenningssamgöngur vestur á Snæfellsnes og norður í land til Akureyrar. Sjá tímatöflur á vef Strætó.

Nánari upplýsingar um vegakerfið, færð og veður er að finna á vef Vegagerðarinnar.