Fara í efni

Fréttir af skólastarfi

Skólastarf

Klettaborg lokar vegna Covid-19 smits

Miðvikudaginn 25. mars s.l. þurfti að loka leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Var það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirusmits þar sem hluti starfsfólks hefur greinst með Covid-19 smit.
Skólastarf

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og dagforeldra að taka jákvætt í það að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum fái forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp.
Skólastarf

Mikil ánægja íbúa Borgarbyggðar með starfsemi leikskóla

Leikskólar Borgarbyggðar lenda í fjórða sæti þegar spurt er um ánægju með starfsemi leikskóla sveitarfélagsins á heildina litið í samanburði við önnur sveitarfélög í árlegri þjónustukönnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2019 fram til byrjun árs 2020.
Skólastarf

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum Borgarbyggðar fimmtudaginn 6. febrúar.