Fara í efni

Símenntun á Vesturlandi

Símenntun á Vesturlandi rekur starfsemi sína í Borgarbyggð á Bjarnarbraut 8. Símenntun á Vesturlandi er ein níu símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Símenntun á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun og er á fjárlögum ríkisins. Árlega er gerður samningur á milli Símenntunnar og ríkisins, samkvæmt ríkisfjárlögum hverju sinni, en miðstöðin fær árlega framlag til að standa straum af launa- og húsnæðiskostnaði.

Markmið með starfsemi Símenntun á Vesturlandi er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og símenntun sem tekur mið af þörfum atvinnulífs og einstaklinga. Sérstaklega skal stofnunin huga að þörfum íbúa á Vesturlandi í þessu sambandi. Hlutverk Símenntun á Vesturlandi er að auka þekkingu og stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Vesturlandi með því að greina og svara menntunarþörf og hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins. Símenntun á Vesturlandi er miðja þróunar og miðlunar þekkingar fullorðinna á svæðinu og fyrsti kostur íbúa og atvinnulífs í öflun hennar. Símenntun á Vesturlandi tengir saman þá sem vinna að miðlun og öflun þekkingar fullorðinna á svæðinu og stendur fyrir ýmsu námsframboði í fullorðinsfræðslu, auk náms- og starfsráðgjafar og greiningar á fræðsluþörf innan fyrirtækja

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Símenntun á Vesturlandi á heimasíðu þeirra.